Járnagámar fyrir stór verkefni

Sunnudagur, 8. júlí 2018

Það hefur tíðkast síðastliðin ár að íbúar sem sem standa í stórræðum fái járnagám til afnota heim á hlað án endurgjalds. Þetta á við þegar verið er að rífa hús eða standa fyrir stórfelldri tiltekt. Skilyrði er að tiltektin taki skamman tíma. Helst ekki lengri tíma en 3 daga. Auk þess þaf flokkun að vera til fyrirmyndar. Með þessu vill sveitarstjórn leggja áherlsu á fyrirmyndarumgengni.  Vinsamlega hafið samband við skrifstofu fyrir 9 júlí nk. ef hugur er á að leggja fram óskir sem þessar, eða sendið póst á skeidgnup@skeidgnup.is Sveitarstjóri