Kaldavatn Árnessvæði - viðgerðir mánudag 29 mars og 30 mars.

Föstudagur, 26. March 2021

Þessa dagana hefur borið á vandamáli með kaldavatnsöflun á Árnessvæðinu.  Vatnið er lagt frá lind í Lækjarbrekku og er forðabúrstankar í landi Hamra skammt ofan við Árneshverfið.  EInhversstaðar er leki sem verið að að leita að.

Næstkomandi mánudag 29. mars og þriðjudag 30. mars verður unnið að viðgerðum.  Á þeim dögum má búast við að skrúfa þurfi fyrir lögnina af þessum sökum.  Það getur orðið af og til eða jafnvel samfellt á bilinu kl 8 -16:00. 

Allar ábendingar sem geta gangast við viðgerðina eru vel þegnar. Látið þær berast til Björns 893-4426 bjorn@skeidgnup.is 

Við biðjumst fyrirfram velvirðingar vegna óþæginda sem ef þessu geta hlotist.

Sveitarstjóri