Kjörskrá og kjörfundur vegna alþingiskosninga 25. september 2021

Fimmtudagur, 16. september 2021
Haustlitir

Frá sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps:

Kjörskrá Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna Alþingiskosninga 25. september 2021 mun liggja frammi á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá 15. september nk.  Skrifstofan er sem áður opin frá 9 - 12 alla virka daga og á milli 13-14 mánudaga - fimmtudaga. 

Frá kjörstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps:

Kjörfundur í Skeiða- og Gnúpverjahrepp  vegna alþingiskosninga þann 25. september 2021 verður haldinn í Félagsheimilinu Árnesi frá kl. 10 -22. Kjósendur geri grein fyrir sér með því að framvísa persónuskilríkjum með mynd.