
Í Þjórsárskóla eru eftirfarandi stöður lausar:
- Umsjónarkennari í 3.-4. bekk, ásamt kennslu í heimilisfræði
- Sérkennari 70% staða. Reynsla af kennslu á grunnskólastigi. Æskileg þekking á greiningum og hegðunarerfiðleikum barna og reynslu af ráðgjöf við foreldra barna.
- Íþróttir (ekki sund) í 1.-7. bekk, ART og útinám.
- Skólaliði í skólavistun og umsjón með morgunmat. Um er að ræða 85% stöðu.
- Stuðningsfulltrúi, um er að ræða 75% stöðu.
Umsóknafrestur er til 5.maí 2022
Nánari upplýsingar veitir Bolette Höeg Koch skólastjóri sími 895 9660 netfang: bolette@thjorsarskoli.is
Þjórsárskóli er grunnskóli fyrir 1.-7. bekk. Nemendur eru tæplega 50. Þeim er kennt í fjórum kennsluhópum. Í Þjórsárskóla er lögð áhersla á sjálfbærni, nýsköpun, útikennslu og umhverfið. Við leggjum áherslu á að nýta það efni sem við fáum úr Þjórsárdalsskógi og að gefa gömlum hlutum nýtt líf. Yfir markmið skólans er að skila landinu til komandi kynslóða í betra ástandi en við tókum við því.
Vefslóð www.thjorsarskoli.is
Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi búa 600 manns. Þéttbýliskjarnar eru við Árnes og á Brautarholti. Í hreppnum eru náttúruperlur á borð við Þjórsárdal. Þjórsárskóli er í tæplega 100 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.