Lausar lóðir í Árneshverfi

Fimmtudagur, 7. March 2019
Árneshverfið - grunnskólinn t.h.

 Í Áneshverfi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru lausar til umsóknar
eftirtaldar einbýlishúsalóðir:
Hamragerði 3 stærð 1.173 m2.
Hamragerði 4 stærð 1.031 m2.
Hamragerði 5 stærð 1.165 m2.
Hamragerði 9 stærð 1.088 m2.
Hamragerði 10 stærð 1.66 m2
Hamragerði 12 stærð 1.074 m2.
Hamragerði 14 stærð 1.156 m2.

Gatan var malbikuð síðastliðið sumar og verður gengið frá gangstígum á komandi vori. Hitaveita er á staðnum sem og ljósleiðari.

Gatnagerðargjöldum er stillt í hóf. Hverfið er rólegt og telur nú um 50 íbúa. Grunnskóli, sundlaug, íþróttavöllur og verslun eru í hverfinu.

Nánari upplýsingar veitir Kristófer Tómasson sveitarstjóri í síma 486-6100. Netfang kristofer@skeidgnup.is