
Starf fulltrúa á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps er laust til umsóknar. Starfshlutfall er 50%
Starfssvið
- Skjalavarsla
- Umsjón með heimasíðu sveitarfélagsins
- Greiðsla reikninga
- Upplýsingagjöf til íbúa og annarra viðskiptavina
- Símsvörun
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur og menntun:
- Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslenskukunnátta
- Nákvæmni og skipuleg vinnubrögð
- Stúdentspróf eða sambærilega menntun.
- Reynsla af skrifstofustörfum og bókhaldi er kostur
- Hreint sakavottorð
Starfskjör og laun eru í samræmi við samninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur hvetur einstaklinga óháð kyni til að sækja um ofangreind störf.
Íbúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps eru um 600, skrifstofa sveitarfélagsins er staðsett í félagsheimilinu Árnesi. Þrír starfsmenn vinna á skrifstofu sveitarfélagsins, heildarfjöldi starfsmanna er um 40.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Kristófer Tómasson sveitarstjóri sími 486-6100. Umsóknum ber að skila á netfang sveitarstjóra kristofer@skeidgnup.is fyrir 30 júní nk.