Ljósleiðari í sundur við Þrándarholt

Fimmtudagur, 12. nóvember 2020

Ljósleiðarinn er í sundur við Þrándarholt svo netsamband frá Vodafone liggur niðri. Viðgerðarmenn eru á leiðinni en reikna má með að netlaust verði eitthvað fram eftir degi en vonandi tekur viðgerð ekki langan tíma. Mælum því með góðum göngutúr á meðan í okkar Heilsueflandi sveitarfélagi.