Lokað fyrir kalda vatnið á Árnessvæði

Fimmtudagur, 1. apríl 2021
Staða um hádegi á föstudaginn langa
 
Vatni hefur nú verið hleypt á vatsnveituna að nýju. Þrýstingur er á kerfinu, en einhver leki er enn til staðar. Áfram verður haldið að leita að lekanum.
 
 
Uppfærsla á föstudagsmorgni
Því miður tókst ekki að koma vantsmálum í lag í gærkvöldi.
Viðgerð stendur yfir og verður vatnslaust af þeim sökum á Árnessvæði fram eftir degi. Vonum að úr rætist sem fyrst.
 
Við biðjumst velvirðingar á þessu ástandi.

 

Vegna bilunar í kaldavatnsveitu við Árnes verður því miður lokað fyrir vatnið frá kl 21:00 í kvöld til kl 8:00 í fyrrmálið.

Vonir standa til að ekki þurfi að koma til lokunar næstu daga.

Björn Guðbjörnsson starfsmaður áhaldahúss.