Móttökuritari óskast til starfa hjá Umhverfis- og tæknisviði

Föstudagur, 4. janúar 2019
Sólsetur

Laus er til umsóknar staða móttökuritara hjá Umhverfs- og tæknisvið Uppsveita. Umhverfs- og tæknisvið Uppsveita hefur
meðal annars það hlutverk að annast lögbundin verkefni skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa fyrir aðildarsveitarfélög
byggðasamlagsins. Aðsetur móttökuritara er að Dalbraut 12 á Laugarvatni. Byggðasamlagið þjónar sveitarfélögunum
Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi.

Starfssvið :
• Símsvörun.
• Skráning og meðhöndlun skjala.
• Svörun fyrirspurna sem berast embættinu, bæði í gegnum síma og tölvupóst.
• Önnur almenn skrifstofustörf.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Góð almenn tölvukunnátta skilyrði.
• Reynsla af skrifstofustörfum með áherslu á skjalavinnslu er kostur.
• Sjálfstæði í vinnubrögðum og vilji til að kynna sér nýjungar og takast á við fjölbreytt verkefni.
• Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.

Frekari upplýsingar um starf móttökuritara veitir Rúnar Guðmundsson í síma 480-5550 á skrifstofutíma.
Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfð. Viðkomandi þarf að geta hafð störf sem fyrst. Starfð hentar báðum kynjum.

Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar 2019 og berist á netfangið runar@utu.is