Mannamót 2019 í Kórnum fimmtudaginn 17. janúar 2019

Miðvikudagur, 16. janúar 2019
Mannamót

Við vildum minna ykkur á Mannamót 2019, sem haldin á morgun, fimmtudaginn 17. janúar, í Kórnum Kópavogi. Mannamót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu.

Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpar til við að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamóti gefst kostur á kynna sér það sem mismunandi landshlutar eru að bjóða upp á, með áherslu á vetrarferðamennsku.

Um 280 fyrirtæki hafa skráð þátttöku sína í ár og ljóst að þetta verða stærstu Mannamót sem haldin hafa verið hingað til.

Við vonum sannarlega að sjá sem flesta og bjóðum alla hjartanlega velkomna á þennan flotta viðburð.

Það er enginn aðgangseyrir fyrir gesti.

Sjáumst í Kórnum á Mannamóti 2019.

Kær kveðja / Kind regards

Markaðsstofa Suðurlands

+354 560-2030 | info@south.is