Ný svæði fyrir greinar og garðaúrgang

Fimmtudagur, 14. maí 2020
Reyniviðartré í blóma

Nú hefur Skaftholt hætt móttöku á garðaúrgangi og tjágreinum. Nýir staðir eru fundnir fyrir trjágreinar og við ítrekum að þar má eingöngu setja  trjágreinar!  Annars vegar er það  til hliðar við gámasvæðið í Árnesi (við Tvísteinabraut)  og  hins vegar í landi Húsatófta á Skeiðum nokkru ofar en Hestakráin ( sömu megin vegar)  og er vel aðgengilegt af þjóðvegi nr. 30.  Opið er á báðum svæðum,  allan daginn, alla daga.
Nýir staðir fyrir garðaúrganginn  verða  á báðum gámasæðunum og getur fólk komið með garðaúrgang, þ.e illgresi og annað,  þangað á opnunartímum gámasvæðanna.

Með góðri kveðju.

Sveitarstjóri.