Orðsending frá Afréttamálanefnd Gnúpverja

Fimmtudagur, 12. ágúst 2021
Fallegt fé að hausti

Þeir sem ætla að sækja um leit á Gnúpverjaafrétti í haust hafi samband við Lilju í síma 847-8162 fyrir 19. ágúst næstkomandi.

Breytt fyrirkomulag verður á eftirsafni í ár. Farið verður af stað miðvikudaginn 15. september og komið heim sunnudaginn 19. september. Möguleg seinkun verður á eftirsafni ef veður verður óhagstætt.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá hve marga smala þarf hvern dag í eftirsafn og hægt er að sækja um í samræmi við það.

Miðvikudagur 15. sept – 5 fjallmenn – Bjarnalækjabotnar

Fimmtudagur 16. sept – 5 fjallmenn, 2 hjól – Bjarnalækjabotnar

Föstudagur 17. sept. – 5 fjallmenn – 2 hjól – Gljúfurleit

Laugardagur 18. sept – 9 fjallmenn – 2 hjól – Hólaskógur

Sunnudagur 19. sept. – 6 fjallmenn – 2 hjól

 

Afréttamálanefnd