Orðsending til íbúa í Brautarholtshverfi - Truflun á vatnsrennsli

Föstudagur, 21. september 2018

Orðsending til íbúa í Brautarholtshverfi.

Það kom upp vandamál í gær vegna vatnsleka á lóðinni við leikskólann. Unnið er að viðgerð. Vænta má þess að öðru hverju geti orðið truflanir á rennsli á heitu og köldu vatni í dag vegna þess. Við biðjum hlutaðeigandi velvirðingar vegna þess.

Sveitarstjóri.