Réttir, fjárrekstrar og umferðartafir

Mánudagur, 5. september 2022
Fé í réttum

Skaftholtsréttir eru föstudaginn 9. september nk. Réttirnar hefjast að venju kl.  11 með fyrsta innrekstri. Þegar búið er að draga fyrsta innrekstur er gert 30 mínútna kaffihlé áður en aftur er rekið inn.

Reykjaréttir eru laugardaginn 10. september og hefjast réttarstörf kl. 9.00

Í fyrsta sinn í 3 ár eru réttirnar aftur opnar almenningi og eru allir velkomnir.

 

Í aðdraganda rétta er rétt að minna á lokanir og tafir á vegum vegna fjárrekstra.

Fimmtudaginn 8. september verða tafir á Þjórsárdalsvegi (nr. 32) frá Búrfelli  og að Fossnesi frá hádegi og fram á kvöld.

Föstudaginn 9. september verða tafir á veginum frá Fossnesi að Skaftholtsrétt á milli 8 og 11 (hægt að fara hjáleið um Hamarsholt, veg 325)

Föstudaginn 9. september er Þjórsárdalsvegur (nr. 32) lokaður á milli Bólstaðar og Sandlækjarholts (vegamót vega nr. 30 og 32) á milli 16 og 18 og reikna má með umferðartöfum fyrir ofan og neðan þetta svæði allan daginn, allt frá Skaftholtsréttum niður að Reykjaréttum við veg 30.