Síðasti dagur að skila inn tillögu að nafni 20. október.

Þriðjudagur, 20. október 2015
Sólsetur í Skeiða- og Gnúpverjahrepppi

Í dag, þann 20. október  er síðasti dagur til þess að skila inn tillögu að nýju nafni á sveitarfélagið. Koma má með tillögur á skrifstofu í Árnesi  til kl. 16:00 og ef tillaga  er send með Íslandspósti  miðast móttaka við stimpil á umslagi.   Einnig mun sveitarstjóri taka við tillögum eftir lokun skrifstofu til kl. 22:00 í kvöld og má þá hafa samband við hann í  síma 861-7150. 

Merkið umslagið ef tillaga er send:  Skeiða, og Gnúpverjahreppur, Árnesi, 801 Selfoss  (Kosning um nafn 2015)