Samningur um gatnagerð og fráveitu í byggðakjörnunum

Föstudagur, 11. ágúst 2017
Við undirskrift samningsins 2017

 Skrifað var  undir verksamning  11. ágúst 2017 milli Skeiða- og Gnúpverjahrepps  og  verktakafyrirtækisins  Neseyjar ehf.  Um er að ræða verkið   "Árnes, Brautarholt, gatnagerð og fráveita 2017."  Verkið felur í sér malbikun á götum í Árnesi og Brautarholti, gerð gangstétta og steyptra kantsteina. Einnig þarf að setja sandföng og regnvatnsniðurföll sem tengja þarf við núverandi regnvatnslög og jarðvegsskipta þarf hluta vegsniðs. Samningsupphæð samkv. tilboði verktaka er  kr. 126.712.760,-  og verkinu skal lokið 1. október 2018.

Á myndinni eru þeir Vignir Svavarsson sem skrifaði undir fyrir hönd Neseyjar ehf, Kristófer A. Tómasson, sveitarstjóri  fyrir sveitarfélagið og Börkur Brynjarsson, verkfræðingur hjá Tæknisviði Uppsveitanna en hann sá um gerð útboðsgagna.