Skeiða- og Gnúpverjahreppur er nú heilsueflandi samfélag.

Mánudagur, 5. október 2020
Alma D. Möller og Björgvin Skafti  skrifa undir samninginn

Alma D. Möller, landlæknir og Gígja Gunnarsdóttir verkefnisstjóri verkefnisins, Heilsueflandi samfélag komu og kynntu verkefnið 14. september 2020 í Félagsheimilinu Árnesi. Landlæknir og Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti skrifuðu undir samstarfssamning um verkefnið milli sveitarfélagsins og Embætti landlæknis í einmuna blíðu. Nemendur Þjórsárskóla sungu af tilefninu lag, sérstaklega fyrir Ölmu. "Gamli Nói, gamli Nói er að spritta sig." Þá skrifuðu nokkur félagasamtök einnig undir samstarfssamninginn.

 
 
 
  • Landlæknir og oddviti  "takast í hendur" eftir undirskriftina!