Skrifstofan lokuð föstudaginn 9. september

Miðvikudagur, 7. september 2022
Regnboginn yfir Skaftholti

Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð föstudaginn 9. september vegna rétta og öðru því tengdu - ef einhver brýn erindi koma upp má hafa samband við sveitarstjórann beint í síma 779-3333

Við óskum íbúum og gestum þeirra gleðilegrar réttarhelgar - en minnum alla á að fara varlega í umferðinni nú þegar tekið er að skyggja á kvöldin og margir á ferli bæði gangandi og ríðandi - svo allir komist nú heilir heim.