Skrifstofan lokuð fyrir hádegi fimmtudaginn 10. febrúar

Miðvikudagur, 9. febrúar 2022
Skógarskýlið í Þjórsárdal í sumarblíðu

Af óviðráðanlegum orsökum verður skrifstofa Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi, lokuð fyrir hádegi fimmtudaginn 10. febrúar. Eftir ófærð og óveður síðustu daga eru starfsstúlkur sveitarfélagsins orðnar nokkuð sjóaðar í fjarvinnu, síminn er opinn og við reynum eftir fremsta megni að svara bæði símtölum og tölvupóstum eins fljótt og vel og hægt er. Skrifstofan verður svo opin eftir hádegi eins og venjulega.