Starfsmaður í mötuneyti og fleira.

Þriðjudagur, 15. ágúst 2017
Árnes

Skeiða- og Gnúpverjahreppur/Þjórsárskóli auglýsir eftir starfskrafti í skólamötuneyti og gæslu við íþróttakennslu. Starfshlutfall getur verið umsemjanlegt frá 40 – 60 %. Vinnutími er frá ca 11:00 -14.00 í mötuneyti mánudaga til fimmtudga ( mögulega þriðjudaga til fimmtudaga) og í gæslu vegna íþróttakennslu á miðvikudögum frá kl 8:25 með hléum til kl 14:30 og fimmtudögum frá kl 8:25-9:25. Laun samkvæmt kjarasamningum. Viðkomandi þarf helst að geta byrjað sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 23. ágúst, nánari upplýsingar veitir Kristófer Tómasson sveitarstjóri, netfang : kristofer@skeidgnup.is sími 486-6100/861-7150 og Bolette Hoeg Koch skólastjóri netfang bolette@thjorsarskoli.is sími 486-6051/895-9660.

  • Þjórsárskóli er Grænfánaskóli