Stuðningsfulltrúi óskast í 50% stöðu við Flúðaskóla

Mánudagur, 26. október 2020
Fallegur fugl sem er handverk nemanda - vatnslitamynd

Flúðaskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 50% stöðu skólaárið 2020 - 2021. Starfið felur í sér að aðstoða nemendur við nám og önnur fjölbreytt verkefni sem falla til í skólastarfi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst og umsækjendur þurfa að hafa hreint sakavottorð. Umsóknir sendist á Kolbrúnu Haraldsdóttur, deildarstjóra stoðþjónustu, kolbrun@fludaskoli.is.

Umsóknarfrestur er til 30. október 2020