Tímabundin kennsla við Flúðaskóla - enska

Föstudagur, 9. október 2015
Flúðaskóli

Flúðaskóli auglýsir eftir enskukennara í 50 % starf í 6 vikur frá og með 19. október 2015. Um er að ræða 10 kennslustundir í ensku á yngsta – og miðstigi og 3 kennslustundir stuðningskennsla. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Pétursdóttir skólastjóri í síma 480 6610 eða í tölvupósti gudrunp@fludaskoli.is

Óskum eftir húsgögnum, húsbúnaði og bókum til ættleiðingar

Starfsfólk og nemendur Flúðaskóla vinna að því að gera aðstöðu nemenda hlýlegri. Því leitum við til ykkar hvort þið eigið eitthvað af eftirtöldu í ykkar fórum sem þið getið séð af í verkefnið: tveggja sæta sófa,  lágar bókahillur, barna- og unglingabækur, standlampa og borðlampa.