Tafir á umferð á þjóðvegum nr. 30 og 32 - 10. 11. og 12. september

Þriðjudagur, 8. september 2020
Áð við Bringu

Tafir verða á umferð á þjóðvegi  nr. 32, Þjórsárdalsvegi, vegna fjárrekstra fimmtudaginn 10. september, frá Búrfellsvirkjun og að Fossnesi. Frá kl. 11:00 – 21 :00 en hjáleiðir þó færar að hluta. Föstudaginn 11. september  eru einnig tafir á þjóðvegi nr. 32  frá Fossnesi að Skaftholtsréttum kl. 08:00 – 13:00 en hjáleiðir eru þó færar að hluta.

Föstudaginn( Skaftholtsréttadag) 11. sept. verður Þjórsárdalsvegur  nr. 32 lokaður frá kl. 16:00 – 20:00 frá Bólstað að  Sandlækjarholti, hjáleið aðeins fær um Landsveit! Hægt er þó að fara um hjáleið upp úr kl. 18 -19 um Hrunamannahrepp af Sandlækjarholti.

Laugardaginn  (Reykjaréttadag) 12. september gætu orðið smávægilegar tafir á vegi  nr 30 Skeiðavegi kl. 13:00 og eitthvað fram eftir degi.

Nánari upplýsingar á heimasíðunum

http:// www. skeidgnup.is  facebook/íbúsasíða Skeiða-og Gnúpverjahreppur  

http:// www.vegagerdin.is