Umhverfisdagur í Árnesi hefst kl. 13:00 þann 9.apríl n.k. 2016

Þriðjudagur, 15. March 2016
Haust í Gjánni í Þjórsárdal. Stangarfell í baksýn.

Umhverfisdagur verður haldinn í Árnesi þann 9. apríl n.k. og verður fjölbreytt dagskrá sem hefst  kl. 13:00. þ.a.m. Sýnt verður myndband frá börnunum í Leikholti og einnig munu veggspjöld frá þeim prýða veggina.  Atriði frá Þjórsárskólanemendum. Fyrirlestur um  matarsóun haldinn af Dóru Svavarsdóttur. Erindi frá Landvernd sem Guðundur I. Guðbrandsson heldur. Fuglalíf við Þjórsá haldið af Tómasi G. Gunnarssyni. Kynning á starfi Landbótafélags Gnúpverja. kaffihlé verður  kl. 15:00.  Eftir það koma aðilar frá Gámaþjónustunni og Íslenska gámafélaginu og halda fyrirlestra og umræðuhópar  verða um sorpflokkun.  Íbúar og aðrir eru hvattir til að koma  og taka þátt  og fara yfir flokkunarmál hér í sveitarfélagainu og almennt.