Uppboð á tveimur hrossum föstudaginn 13. nóv kl. 14:00

Miðvikudagur, 11. nóvember 2015

Uppboð verður haldið hjá Sýslumanninum á Suðurlandi þann 13. nóvember  n.k. kl. 14:00 að Hörðuvöllum 1 Selfossi.  Boðin verða upp tvö hross sem í  óskilum hafa verið í Skeiða- og Gnúpverjahreppi  síðan í sumar og auglýst  hafa verið samkv. lögum. Um er að ræða  brúnan graðhest ca. 7-9 vetra og jarpa meri  ca. 5-6 vetra. Ásdís Halla Arnardóttir,  fulltrúi sýslumanns hefur umsjón með upppboðinu.