Uppsprettan 2018 - haldin 16. júní

Föstudagur, 6. apríl 2018
Skeiða og Gnúpverjahreppur

Laugardaginn 16. júní verður byggðarhátíðin Uppspretta haldin  í Árnesi.  Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg að vanda og er undirbúningur í fullum gangi. Leikhópurinn Lotta verður á sínum stað,  sem og Brokk og skokk ásamt leiktækjum  og rétt er að vekja athygli á því að þennan dag verður fyrsti landsleikur Íslands í Hm í fótbolta og verður honum varpað á stóra tjaldið í Árnesi.  Fleira verður til skemmtunar sem kynnt verður nánar síðar.

Undanfarin ár hefur dagskrárliðurinn „Bjástrað á bæjunum“ átt sinn „sess“  í hátíðinni. Þar hafa nokkrir góðir sveitungar og gestir komið með ýmsan varning úr fórum sínum til að  selja eða sýna. Okkur langar að hvetja þá sem kunna að luma á „afurðum” af einhverju tagi til að gefa sig fram við okkur. Við erum opin fyrir öllu: listmunum, safngripum, matvælum, föndri, hannyrðum eða hverju sem er. 

Hægt er að senda nefndinni tölvupóst á menningskeidgnup@gmail.com.

Takið daginn frá, við hlökkum til að sjá ykkur öll!

Bestu kveðjur,

Menningar- og æskulýðsnefnd