Velkomin á nýjan vef Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Fimmtudagur, 6. ágúst 2015
Gjáin  í Þjórsárdal

Nú lítur dagsins ljós nýr vefur sveitarfélagsins. www.skeidgnup.is Markmiðið með honum er að gefa notendum greinargóðar upplýsingar um starfsemi sveitarfélagsins og ýmsan fróðleik.

Á hverri síðu vefsins  hefur notandi tækifæri á að tjá sig um vefinn og eru allar ábendingar um það sem betur mætti fara mjög vel þegnar þar sem með haustinu verður gerð könnun á nytsemi, aðgegni og  öðrum þáttum er prýða þarf góðan vef  og þar sem okkur langar verulega að skora hátt í þeirri könnun þá væri mjög gagnlegt og gott að fá ykkar sýn, kæru notendur, á hvað betur mætti fara til þess að gera þessa heimasíðu að glæsilegri, notendavænni, og um fram allt fróðlegri og góðri  heimasíðu fyrir þá sem þurfa að sækja sér upplýsingar um sveitarfélagið Skeiða-  og Gnúpverjahrepp.   Af hverri síðu vefsins er hægt að senda ábendingar. Einnig er hægt að hafa samband í síma 486-6100 og senda tölvupóst á netfangið kidda@skeidgnup.is  Með kærri keðju. Vefstjóri.