Hér eru verklagsreglur vegna smithættu fyrir starfsmenn sem vinna við sorpflokkun - en við erum mjög mörg að handleika og fara með sorp og dýraleifar á gámasvæðin og við ættum að kynna okkur þessar leiðbeiningar og nota þegar það á við.
Þessar verklagsreglur eiga við um starfsmenn sem vinna við meðhöndlun úrgangs, þ.m.t. sorphirða, flutningur, flokkun og förgun. Verklagsreglurnar taka gildi þegar sýkingar eru orðnar almennar í heimahúsum eða þegar Umhverfisstofnun gefur út tilmæli um að vinna skuli eftir reglunum. Nánari upplýsingar um smitvarnir má finna á heimasíðu Landlæknis.
Notkun persónuhlífa
Nota skal persónuhlífar við meðhöndlun úrgangs eftir því sem við á. Viðeigandi persónuhlífar eru t.d.:
- Einnota hanskar
- Einnota hlífðarfatnaður, t.d. einnota vinnugallar.
- Hlífðarfatnaður (utanyfirgalli)
- Hlífðarhanskar
Meðhöndlun úrgangs
Starfsmenn skulu af fremsta megni gæta varúðar við meðhöndlun úrgangs.
- Sorpílát skulu ekki opnuð heldur flutt beint í sorphirðubíla.
- Forðist að snerta sorp.
- Forðist snertingu við augu, nef og munn.
Frágangur að lokinni meðhöndlun úrgangs
- Einnota persónuhlífar fjarlægðar og settar í poka til förgunar.
- Ef notaðar eru fjölnota persónuhlífar skal þrífa þær og sótthreinsa eftir notkun.
- Mikilvægt er að þvo og sótthreinsa hendur reglulega.
- Sótthreinsa skal álagsfleti eftir því sem við á.