Vorhreingerning í Skeiða og Gnúpverjahrepp

Þriðjudagur, 1. júní 2021
Gamall og góður

Eins og undanfarin ár hvetur sveitarfélagið til hreinsunarátaks í byrjun sumars. Frá 1 júní og til 19. júní verður ekki tekið gjald fyrir afsetningu á flokkuðu sorpi á gámasvæðum sveitarfélagsins. Við hvetjum alla í Skeiða -og Gnúpverjahrepp til að taka til hendinni, ganga meðfram vegum eins og hver og einn treystir sér og hreinsa og fegra umhverfið.