Atvinnu- og samgöngumálanefnd

Númer fundar: 

16

Dagssetning fundar: 

Föstudagur, 24. March 2017

Tími fundar: 

09:00

Mættir:: 

 Bjarni H. Ásbjörnsson, Björgvin Þór Harðarson og Matthildur María Guðmundsdóttir. Fundargerð skrifaði Matthildur.

Fundargerð: 

16. fundur 24. mars 2017 kl. 9:00 í Atvinnu- og samgöngumálanefnd í Árnesi

 

1.       Rætt um Atvinnustefnu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Farið yfir hvaða megin flokka á að skipta niður í og skráð niður nokkur markmið fyrir hvern þessara 5 megin flokka.  Megin flokkarnir eru hugsaðir svona: ferðaþjónusta, verslun og þjónusta, landbúnaður og iðnaður, menning og skapandi greinar og að lokum menntun og rannsóknir. Rætt um hvort lýðheilsu-, heilbrigðis- og umhverfismál eigi heima undir þessum megin flokkum eða ekki.

2.       Engin önnur mál.
 

Fundi slitið kl. 10:49. Næsti fundur verður haldinn 31. mars.