Atvinnumála og samgöngunefnd 2018-2022

Númer fundar: 

1

Dagssetning fundar: 

Miðvikudagur, 19. september 2018

Tími fundar: 

17:05

Mættir:: 

  1. fundur atvinnumála- og samgöngunefndar 19/9 2018

Fundur hefst kl. 17.05

 

Nefnd skiptir með sér verkum;

Haraldur Jónsson, formaður

Hannes  Ó. Gestsson, varaformaður

Anna Kr. Ásmundsdóttir, ritari

Dagskrá

Erindisbréf

Atvinnustefna

Önnur mál.

 

Erindisbréf

Hlutverk nefndar:

Kristófer vitnar í erindisbréf – hlutverk nefndar.

Ákveðið að fara betur í gegnum erindisbréf og skoða einkum kaflann um hlutverk nefndar.

 

Samgöngur

Kristófer fer yfir hvaða leiðir hafa verið farnar til að þrýsta á úrbætur.

Rætt vítt og breitt um vegi og samgöngur hér í sveit.

Hugmynd að verkefnum:

Ath. með kílómetrafjölda á heimreiðum sveitarfélagsins frá stofnbraut.

Ath. m. úttekt á ástandi á stofnbrautum og heimreiðum.

Ath. skýrslu Ólafs Kr. Guðmundssonar frá Sambandi ísl. Sveitarfélaga. - Kristófer sendir skýrsluna á nefndarmenn

Nefndin setur sem sitt fyrst að skoða þessa þætti að ofantöldu og hvaða leiðir eru færar og hvaða verkferla þarf að nota.

Atvinnumál

Enginn skráður atvinnulaus í sveitarfélaginu.

Er til samantekt um fjölda íbúa sem sækja atvinnu utan sveitarfélagsins? – Kristófer tekur saman og sendir nefndinni

Hve margir vinna innan sveitarfélagsins en búa utan þess?

Rætt um íbúðarhúsnæði og íbúðabyggðir í báðum þorpum og vítt og breitt í sveitarfélaginu.

Hverju sækjumst við eftir?

Farið létt yfir atvinnustefnu og ýmsar hugmyndir reifaðar. Brýnt að nýta stefnuna sem gefin hefur verið út á netinu og loka hana ekki niður í skúffu.

Nefndin lesi yfir fundargerðir og starf síðustu nefndar.

Stefnt að því sem fyrst að hafa vinnufund og fara yfir atvinnustefnuna.

Önnur mál

Nefndarmenn verði búnir að kynna sér fundargerðir og skýrslu Ólafs fyrir þann fund.

Stefnt að því sem fyrst að hafa vinnufund og setja ferli í gang hjá nefnd.

Fundur vegna yfirferðar á erindisbréfi og stefnu samgöngumála verður miðvikudagur 3. október kl. 17.00.

Ákveðið á þeim fundi hvenær fundur verður haldinn vegna atvinnustefnu.

 

Fundargerð lesin yfir og samþykkt.

Fundi slitið kl. 18.45