Menningar- og æskulýðsnefnd

Númer fundar: 

17

Dagssetning fundar: 

Þriðjudagur, 3. maí 2016

Tími fundar: 

20:00

Mættir:: 

Mætt til fundar: Magnea Gunnarsdóttir formaður, Ólafur Hafliðason og Ágúst Guðmundsson. Auk þess mættu Gunnar Jónatansson  frá Orna ehf á skype og  Kristófer Tómasson sveitarstjóri og ritaði hann fundargerð. Formaður setti fundinn kl 20:00.

1. Uppspretta 2016.

a) Farið var yfir gang mála við undirbúning  byggðahátíðarinnar Uppsprettunnar sem haldin verður í sveitarfélaginu 18 til 19 júní nk. Farið var ítarlega yfir helstu atriði dagskrárinnar. Vísað til fyrri fundargerða. Lagt var uppúr að vanda til kynningar á hátíðinni og ná til íbúa og ferðafólks. Gerð bæklings verði lokið fyrir lok maí.

b) Kostnaðaráætlun vegna hátíðarinnar var yfirfarin af fundafólki. Vel hefur gengið að selja styrktarlínur og auglýsingar. Útlit er fyrir að kostnaður við hátíðina rúmist innan fjárhagsáætlunar.

 c) Verkaskipting vegna undirbúnings Uppsprettunnar ákveðin.                                                           Magnea :Útbýr auglýsingu í fréttabréfin, talar við Kjartan á Löngumýri, Svarar skartgripasölunni. Klárar bæklinginn um hátíðina. Ræðir við Sussa í Skarði, um Brokk og skokk. Kristófer : Finni til lista yfir útlendinga búsetta í sveitarfélaginu og ræði við Björgunarsveit um gæslu á hátíðinni. Gunnar : Útbýr Facebook auglýsingu og finnur nafn á máltíðina sem verður til sölu fyrir alla fjölskylduna. Ólafur : Hugar að verðlaunum og skoðar hvort hann finnur gripi á ,,Bjástrað á bæjunum“

2. Ungmennaráð.

Ágúst Guðmundsson greindi frá könnun um hvernig staðið hefur verið að skipun í ungmennaráð í öðrum sveitarfélögum.  Farið var yfir  hlutverk og markmið eins og þau hafa verið skilgreind í öðrum sveitarfélögum. Nokkuð misjafnt er milli sveitarfélaga hvernig staðið er að vali fulltrúa og hver fjöldinn er. Skilyrði er að nefndarmenn eigi lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi. Sum sveitarfélög láta skólanefndir og skólaráð velja í nefndina ásamt félagsmiðstöðvum. Aldur er yfirleitt 13-18 ára. Sjaldgæft er að yngri ungmenni séu í ungmennaráðunum. Fjöldi fulltrúa er misjafn, 5-7 algengt  er að fulltrúar sitji í 1-2 ár í senn. Algengt er að fundir séu haldnir tvisvar á ári okt-mars. Ákveðið að leggja til að fresta til hausts skipan ungmennaráðs. Ágúst falið að skrifa bréf til Höllu Sigríðar Bjarnadóttur vegna málsins.

3. Myndband um Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Kynning á verkefni Atvinnu- og

Samgöngunefndar. Það er gerð myndar sem verður tekin verður í sumar í sveitarfélaginu. Um þessar mundir er leitað að einstaklingum í hlutverk í myndinni. Fyrirtækið Arctic Project mun sjá um gerð myndarinnar, það mun senda verkefnisstjóra á fund Atvinnu – og samgöngunefndar 5 maí nk. Þar sem farið verður yfir áætlun um kvikmyndagerðina.

Fleira ekki fundi slitið kl 23:20. Næsti fundur ákveðinn 24 maí nk kl 20:00.