Menningar- og æskulýðsnefnd

Númer fundar: 

15

Dagssetning fundar: 

Þriðjudagur, 8. March 2016

Tími fundar: 

20:00

Mættir:: 

Mætt til fundar : Magnea Gunnarsdóttir, Ólafur Hafliðason, Ágúst Guðmundsson, Gunnar Jónatansson var á SKYPE undir dagskrárlið 1. og Kristófer Tómasson sem ritaði fundargerð.

1.  Landnámshelgi- byggðahátíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

a)   Farið yfir þær upplýsingar sem aflað hefur verið frá síðasta fundi. Gunnari Jónatanssyni sem umsjónarmanni viðburðarins kynntar þær hugmyndir sem fram eru komnar. Rætt var um skipulagningu dagskrárinnar. Leikhópurinn Lotta á sunnudeginum kl 11:00. Matur frá 12-13:00. Áformað að víkingar verði á dagskrá sunnudagsins frá 13:00-16:00. Sölubásar ( Bjástrað á bæjunum) leitað hefur verið til nokkurra íbúa sem fást við handverk og komu fram hugmyndir um fleiri í þeim hópi. Þrautabrautir, ratleikir og aðrir leikir. Leitað hefur verið til Elvars á Brautarholti. Æskilegt að hafa Hoppukastala. Á laugardegi fótbolti kl 16.00. Brokk og skokk 13-15:30. Fótbolti kl 16:00. Fyrirlesarar á laugardegi.  Leitað verður til hljómsveitarinnar Bandmenn með tónlist á laugardagskvöldinu. Gunnar hvatti til að auglýsa viðburðinn á Facebook.  Skipt var verkum milli fundarfólks. Umræður urðu um nafn viðburðarins. b)     Farið  yfir endurbætta kostnaðaráætlun viðburðarins.   c)   Bæklingurinn. Auglýsingaplássi í honum er nánast fullráðstafað. Rætt var um möguleika á að bæta við efni i bæklinginn og hafa hann stærri en ætlað var.

2. Kynning á erindi til nefndarinnar frá UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði. Ungmennaráð Ungmennafélags Íslands mun halda ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði 16 – 18 mars nk á Selfossi. Nefndinni var falið að vinna að vali tveggja einstaklinga á aldrinum 16-25 ára búsettra í sveitarfélaginu.

3. Önnur mál. Ákveðið var að fresta áður fyrirhugaðri bíósýningu. Rætt var öðru sinni um erindi sem nefndinni barst frá Ungmennafélögum Skeiðamanna og Gnúpverjahrepps. hvar leitað er eftir samstarfi Æskulýðs- og menningarnefndar um val á íþrótta-manni/konu ársins. Formaður greindi frá bréfi sem send var til stjórna ungmennafélaganna þar sem óskað var frekari upplýsinga um hvernig vilji sé til að staðið verði að þeim málum. Ekki hafa borist svör frá stjórnunum. Máli er því frestað.   

Fleira ekki tekið fyrir. Formaður sleit fundi kl 22:55.

Næsti fundur ákveðinn 5 apríl n.k kl 20:00.