Menningar- og æskulýðsnefnd

Númer fundar: 

18

Dagssetning fundar: 

Þriðjudagur, 24. maí 2016

Tími fundar: 

20:00

Mættir:: 

Fundargerð 18. fundar Menningar – og æskulýðsnefnd 24. maí 2016 kl. 20:00

Mætt til fundar Magnea Gunnarsdóttir formaður, Ágúst Guðmundsson, Ólafur Hafliðason og Kristófer Tómasson hann ritaði fundargerð. Formaður setti fund

1. Uppsprettan 2016. a) Hnýta lausa enda dagskrárinnar. Farið var yfir þau atriði sem ganga þarf frá í dagskrá hátíðarinnar. Ákveðið að aðgangur að Lottu verður 1.000 kr. Magnea sýndi fundarmönnum próförk að kynningarbæklingi um hátíðina og dagskrá hennar.

b) Veggspjöld og dreifing á þeim. Veggspjöld um hátíðina verði prentuð á hreppsskrifstofu.

c) Nefndarmenn deila með sér umsjón atburða og tengiliðahlutverkum. Dreifa þarf plaggötum á ferðamannastaði í Uppsveitum. Kristófer sjái um samskipti við Hoppukastalamenn og Björgunarsveit. Magnea sjái um samskipti við Leikhópinn Lottu og Bjástarð á bæjunum. Að vanda sjái Hestamannafélagið um ,,Brokk og skokk“. Gunnar Jónatans annast facebookarsíðu og samskipti við fjölmiðla. Ágúst annast umsjón með umferð á svæðinu. Ólafur verður Elvari til aðstoðar við ratleiki. Önnur verkefni sem upp koma verður deilt út af formanni.

2. 17. júní hátíðahöld. Leitað hefur verið til nefndarinnar með umsjón hátíðarhaldanna. Rætt var um fyrirkomulag og dagskrárliða. Hátíðin verður haldin í Árnesi að þessu sinni. Meðal atriða sem lagt er til að verði á dagskrá eru koddaslagur við sundlaug, skrúðganga frá sundlaug að félagsheimili. Leikir með börnum, ávarp sóknarprests, ræðumanns og fjallkonu. Orna ehf mun annast kaffiveitingar. Leitað verði til nokkurra aðila með samstarf.

Ákveðið að halda fund um 17. Júní hátíðahöld 7 júní nk kl 20:00

Fundi slitið kl 23.00