Menningar- og æskulýðsnefnd

Númer fundar: 

20

Dagssetning fundar: 

Þriðjudagur, 13. september 2016

Tími fundar: 

20:00

Mættir:: 

Menningar- og æskulýðsnefnd 20. fundur, Þrándarholti 13. september 2016

Mættir: Magnea Gunnarsdóttir, Ágúst Guðmundsson, Petrína Þórunn Jónsdóttir, varamaður fyrir Ólaf Hafliðason sem boðaði forföll.

Magnea Gunnarsdóttir skrifar fundagerð.

1.    Umræður um stofnun ungmennaráðs og væntanlega ungmennaráðstefnu.

Rætt var um hvernig best væri staðið að því að velja í ungmennaráð og hvernig best væri að slíkt ráð gæti starfað. Eftir nokkrar umræður var ákveðið að senda bréf á alla foreldra barna sem eru fædd 2000-2004 og biðja þá að kanna áhuga barna sinna til að starfa í slíku ráði. Óskað var eftir að áhugasamir hefðu samband fyrir 20. sept. Enn fremur voru sett niður markmið og hlutverk ungmennaráðs og eru þau eftirfarandi:

1. Að gefa ungu fólki kost á að koma skoðunum og áherslum sínum á framfæri við sveitastjórn eða viðeigandi aðila og hafa þannig áhrif á nærumhverfið og málefni sem snúa að ungmennum sveitafélagsins.

2. Að þjálfa ungmenni yngri en 18 ára í lýðræðislegum vinnubrögðum og kynna þeim stjórnkerfi sveitarfélagsins.

Fyrirhuguð ungmennaráðstefna verður haldin 28.-29. september n.k. í Hvolnum. (sjá fylgiskjal)

Fleira var ekki rætt að sinni, fundi slitið kl. 22:20.

Fylgiskjal  sjá hér