Menningar- og æskulýðsnefnd

Númer fundar: 

27

Dagssetning fundar: 

Miðvikudagur, 24. maí 2017

Tími fundar: 

20:00

Mættir:: 

Mætt til fundar. Magnea Gunnarsdóttir, Ágúst Guðmundsson, Petrína Jónsdóttir varamaður Ólafs Hafliðasonar og Kristófer Tómasson sem ritaði fundargerð.

Fundargerð: 

27. fundur í Menningar- og æskulýðsnefnd miðvikudaginn  24. maí 2017 í Árnesi. ( Fundarherbergi)

Magnea setti fundinn kl 20:10.

Dagskrá fundar:

1. Uppsprettan 2017

- Farið var yfir fjárhagsáætlun fyrir viðburðinn.

- Dagskrá Uppsprettunnar undirbúin og mestu fullmótuð. Flestir liðir voru frágengnir. Meðal atriða, Leikhópurinn Lotta og Bjástrað á bæjunum.

- Upplag bæklings, ákveðið að prenta 1.300 eintök og dreifa á öll heimili í uppsveitum. Útgáfa verði klár, helst ekki síðar en 2 júní. Farið yfir söfnun auglýsinga. Hefur það gengið vel, en nokkuð pláss er enn laust í bæklingi til ráðstöfunar.

2. Þjóðhátíðar-undirbúningur

3. Önnur mál