Menningar- og æskulýðsnefnd

Númer fundar: 

36

Dagssetning fundar: 

Þriðjudagur, 12. júní 2018

Tími fundar: 

18:00

Mættir:: 

Mættir eru: Magnea Gunnarsdóttir, Kristófer A Tómasson, Ólafur Hafliðason og

Ágúst Guðmundsson sem ritar fundagerð. Einnig mættir frá ungmennaráði

Ástráður Sigurðsson, Guðmundur Heiðar Ágústsson, Matthías Bjarnason.

og Freyja Margrét Vilhjálmsdóttir. Einnig er mættur á fundinn Birgir S Birgisson

vert í Árnesi. Ágúst skrifaði fundargerð.

Fundargerð: 

Menningar- og æskulýðsnefnd 36. fundur,

12 júní Árnesi 2018 kl19:00

  1. Uppsprettan 2018

Rætt um myndasýningu á föstudeginum. Magnea mun taka á móti skjalasafnsfólki.

Birgir og co verða með kaffi á þeim viðburði.

Brokk og skokk fólk með allt klárt. Björgvin og Bíbí mæta kl 17 og testa hljóð og fl.

Kristófer er búin að redda mannskap í að sækja hoppukastala.

Rætt um uppröðun í sal og hjá bjástrurum.

Fjárhagsáætlun í plús.

Búið er að póstleggja bækling og dreifa.

  1. 17 júní.

Komin fjallkona,fylgdarmeyjar og ræðumaður.

Sprell undirbúningur er í fullum gangi.

Fundi slitið.