Skólanefnd - Grunnskólamál

Númer fundar: 

42

Dagssetning fundar: 

Þriðjudagur, 24. apríl 2018

Tími fundar: 

15:00

Mættir:: 

Mætt. Einar Bjarnason, Anna Þórný Sigfúsdóttir, Georg Kjartansson, Ásmundur Lárusson, Ingvar Hjálmarsson,  Bolette Höeg Koch skólastjóri, Kjartan Ágústsson  fulltrúi kennara, Elín Sólveig Grímsdóttir fulltrúi foreldra og Kristófer Tómasson sveitarstjóri.

Fundargerð: 

42. Skólanefndarfundur í skólanefnd Skeiðaog Gnúpverjahrepps 24 apríl 2018. Haldinn í Þjórsárskóla um Grunnskólamál.

Ingvar Hjálmarsson ritar fundargerð.

  1. Skóladagatal 2018-2019. Skólastjóri fór yfir helstu atriði í dagatalinu. Skólastjóri vinnur áfram að hugmynd um að færa til frí í dymbilviku. Skólanefnd samþykkir.
  2. Reglur um sjúkrakennslu í Þjórsárskóla. Skólanefnd gerir ekki athugasemdir við við þessar reglur.
  3. Atvinnumálastefna sveitarfélagsins / verkefni.  Verkefni úr atvinnustefnu Skeiðaog Gnúverjahrepps lögð fram. Svo vill til að þessum markmiðum hefur þegar verið náð.

4.Samningar um skólaakstur. Ekki hafa verið lögð fram gögn í skólanefnd til formlegrar afgreiðslu  og gerir nefndin  því athugasemd við lið nr 7. Samningar um skólaakstur í síðustu fundargerð sveitarstjórnar. Virðist málið vera komið í  vondan farveg eins og lesa má í bókuninni .Leggur nefndin því til að samið verði við skólabílstjóra á þeim grunni sem eldri samningur kveður um. Með þeim viðauka að skólabílstjórar samþykki að fara í löggilda læknisskoðun samkvæmt gildandi reglum um aukin ökuréttindi fyrir skólabyrjun haustið 2018. 

5 Önnur mál.  Nokkuð ljóst þykir að þetta sé síðasti skólanefndarfundur um grunnskólamál og vill nefndarfólk þakka kærlega fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu.