Skólanefnd - Leikskólamál

Númer fundar: 

03

Dagssetning fundar: 

Þriðjudagur, 12. febrúar 2019

Tími fundar: 

16:00

Mættir:: 

Einar Bjarnason, formaður og fundarstjóri, Elín Anna Lárusdóttir, leikskólastjóri

Anna Kr Ásmundsdóttir er mætti í forföllum Önnu Þórnýjar Sigfúsdóttur.

Ástráður U. Sigurðarson, Anna María Flygenring, Ingvar Þrándarson

Helga Guðlaugsdóttir, fulltrúi starfsfólks

Rósa Birna Þorvaldsdóttir, fulltrúi foreldra

Kristófer Tómasson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð

Fundargerð: 

3. fundur skólanefndar um leikskólamál Leikskólans Leikholts, haldinn í Leikholti 12 febrúar 2019  

Dagskrá

  1. Öryggisreglur í leikskólum, vegna öryggi barna og slysavarna.

Leikskólastjóri tók til máls. Sveitarfélagið hefur ekki gefið út öryggisreglur. Leikskólastjóri greindi frá að unnin hefur verið  í leikskólanum, rýmingaráætlun, viðbragðsáætlun, eineltisáætlun og í vinnslu  er áfallaáætlun.

  1. Börn og starfsfólk.

Leikskólastjóri  greindi frá því að börn í leikskólanum væru 27. Samtals eru 13 manns starfandi í 7,8 stöðugildum. Væntanleg eru þrjú börn á næstu þremur mánuðum.  Börn fara í grunnskóla næsta haust. Útlit er fyrir að börn verði 36 í leikskólanum í byrjun árs 2020. Að sögn leikskólastjóra gengur starfsmönnum vel að anna verkefnum. Nokkur umræða var um möguleika á nýtingu húsnæðis leikskólans.

  1. Fréttir af Lettlandsferð og samstarfsverkefni á vegum Landverndar

Leikskólastjóri greindi frá ferð sem hún fór í  til Lettlands. Var um að ræða námsferð sem styrkt var af Erasmus. Farið var á ráðstefnu þar sem meðal annars var lögð áhersla á að fjalla um lífbreytileika. Heimsóttir voru skólar á svæðinu og verkefni unnin. Að sögn Leikskólastjóra var ferðin fróðleg og gagnleg í alla staði

  1. Mál til kynningar. Tvö bréf
  1. Áform um breytingar um menntun og ráðningu.
  2. Fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum ( til skólasamfélagsins)
  1. Önnur mál
  1. Leikskólastjóri lagði fram form að eftirgreindum skjölum sem notuð verða í Leikholti : Persónuverndaryfirlýsing, Dvalarsamningur, upplýst samþykki foreldra, samþykki vegna ljósmynda og myndmannsupptöku. Upplýst samþykki foreldra fyrir myndbirtingu og öðrum upplýsingum á lokaðri facebooksíðu Leiksholts. Öryggisblað með grunnupplýsingum um barn vegna slysa og bráðaveikinda. Miðun upplýsinga milli leikskóla og milli leik- og grunnskóla.

Formin voru unnin í samráði við persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins.

          Fundi slitið kl. 17:00  Næsti fundur verður haldinn í Þjórsárskóla mánudaginn 8 apríl nk. kl 16:00