Sveitarstjórn 2018-2022

Númer fundar: 

31

Dagssetning fundar: 

Miðvikudagur, 6. nóvember 2019

Tími fundar: 

08:30

Mættir:: 

Árnesi, 6 nóvember, 2019

Raðnúmer fundar í GoPro skjalakerfi 201910-0021

 

Fundargerð:  

31. sveitarstjórnarfundur

 

Mætt til fundar:

Björgvin Skafti Bjarnason, Einar Bjarnason, Ingvar Hjálmarsson, Anna Sigríður Valdimarsdóttir og Matthías Bjarnason.

Auk þess sat Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri fundinn og ritaði hann fundargerð.

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.

 

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

  1. Búsetuúrræði

Búsetuúrræði fyrir fatlaðan einstakling. Oddviti lagði fram þrjá möguleika í því sambandi. Sveitarstjórn lagði fram svohljóðandi bókun: Með vísan í minnisblað lögfræðings Landslaga, dags. 14. október 2019, sem unnið var að beiðni sveitarfélagsins Skeiða-og Gnúpverja-hrepps um skyldur sveitarfélagsins til að tryggja einstaklingum með fatlanir viðunandibúsetuúrræði og rétt þeirra einstaklinga til að velja sér búsetu að eigin vali, samþykkir sveitarstjórn að gengið verði til samninga um þátttöku á kostnaði um breytingar á íbúð fyrir

fatlaðan einstakling í sveitarfélaginu. 

Ákvörðun sveitarstjórnar er tekin að vel ígrunduðu máli, eftir fundi og samtöl við fagaðila ummálefni fatlaðra, álit lögfræðings sem og eftir að ýmsar aðrar leiðir hafa verið skoðaðar (sjá samantekt), sem reyndust bæði kostnaðarsamari sem og óraunhæfar fyrir viðkomandi einstak-ling.  Sveitarstjórn leggur áherslu á að hún og aðrir sem komi að téðum málaflokk gæti jafnræðis milli einstaklinga með ólíkar fatlanir.

 

   

Kostur 1 er án kaupa á húsnæði

 

Búsetuúrræði fyrir fatlaðan einstakling

 

kostur 2 þar er húsnæði keypt

 
   

og selt en þar kemur kostnaður við undirstöður

   

kostur 3; þar er keypt hús til eignar sem nýtist áfram.

 

kostur 1

 

kostur 2

 

kostur 3

 

Kostnaður

   

      27.000.000   

 

      33.000.000   

 
             

Áætlaður skv arkitekt og verkfræðingi

     14.255.867   

 

      14.000.000   

 

      14.000.000   

 

Undirstöður og  aðstaða

   

        3.000.000   

     

Flutningar

   

        1.300.000   

     

Ófyrirséð

        2.851.173   

 

        2.851.173   

 

        2.851.173   

 

Samtals

     17.107.040   

 

      48.151.173   

 

      49.851.173   

 

Framlag jöfnunarsjóðs 25 %

        4.276.760   

 

        4.276.760   

 

        4.276.760   

 
     

      27.000.000   

     

Nettókostnaður

     12.830.280   

##

     16.874.413   

#

     45.574.413   

            -   

         

      33.000.000   

 
         

      12.574.413   

 

Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun vegna útgjalda við verkefnið. 12.830.280 kr. Bókast á málaflokk 02. Sveitarstjórn samþykkir bókunina samhljóða sem og viðauka við fjárhagsáætlun.

 

  1. Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 lagt fram til samþykktar í sveitarstjórn

 

Tillaga að Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 var auglýst á tímabilinu 26. júní – 7. ágúst 2019. Tillagan var jafnframt send til umsagnaraðila. Alls bárust 18 athugasemdir við auglýsta tillögu. Lagt er fram minnisblað, dagsett 16. sept. 2019, með viðbrögðum sveitarfélagsins við athugasemdum sem bárust á auglýsingartíma. Er aðalskipulagið nú lagt fram með minniháttar breytingum til að koma til móts við athugasemdir.

 

Helstu breytingar frá auglýstri tillögu eru eftirfarandi:

o    Bætt inn vatnsbóli í Áshildarmýri, VB32.

o    Skógrækt fari ekki nær þekktum minjum en 15 m í stað 30 áður.

o    Afmörkun efnislosunarsvæðisins E1 er breytt og stækkar það úr 50 ha í 100 ha.

o    Vegagerðin hefur skoðað Stangarveg m.t.t. þess að bæta umferðaröryggi. Sett er inn veglína Vg. sem tekur af eina krappa beygju. Einnig sett inn veglína Vg. fyrir Skeiða- og Hrunamannaveg hjá Brautarholti.

o    Á afrétti er bætt inn vegum til samræmis við friðlýsingarskilmála fyrir Þjórsárver. Aðrar reiðleiðir eru einnig sýndar.

o    Í stað nýtingarhlutfalls á afþreyingar- og ferðamannasvæðum á afrétti er sett inn hámarks byggingarmagn á hverjum stað.

 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi 2017-2029 eins og hún er hér lögð fram. Er skipulagsfulltrúa falið að senda aðalskipulagið til staðfestingar Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Anna Sigríður Valdimarsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun:

Samþykki mitt á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 er með þeim fyrirvara að innan þess rúmast hugmyndir sem ég tel að gangi um of á samfélags-, náttúru- og menningarverðmæti að ég geti tekið undir þau. Fyrir það fyrsta get ég ekki samþykkt fyrir mitt leyti Hvammsvirkjun, né virkjanir neðar í Þjórsá. Það hef ég rökstutt á öðrum vettvangi og vísa til þeirra í opinberum gögnum (m.a. á ramma.is). Þá eru áform um uppbyggingu hótels og veitingarstaðar í Reykholti, Þjórsárdal sem ég tel að myndu valda óafturkræfum, neikvæðum áhrifum á náttúru- og menningarminjar í dalnum. 

 

  1. Hagignúpur ehf fjósbygging

Lagt fram erindi frá Hjalta Steinþórssyni lögmanni Hagagnúps ehf, eiganda jarðarinnar Haga í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Áform eru uppi um að Hagignúpur ehf byggi fjós á jörðinni.  Sveitarstjórn samþykkir að leita lögfræðiálits vegna málsins.

4. Gjaldskrá 2020

Sveitarstjóri lagði fram fyrstu drög að gjaldskrá sveitarfélagsins fyrir árið 2020. Gjaldskrá vísað til síðari umræðu

5. Fjárhagsáætlun 2020-2023.

Sveitarstjóri lagði fram og útskýrði drög að fjárhagsáætlun 2020-2023. Eftir umræður um fjárhagsáætlunina var samþykkt að vísa henni til annarrar umræðu.

6. Ákvörðun um útsvar 2020.

Ákvörðun frestað.

7. Samingingarviðræður minnisblað frá Árborg

Lagt var fram erindi frá bæjarráði Árborgar, undirritað af Gísla Halldórssyni bæjarstjóra. Í erindinu sem sent er til allra sveitarstjórna í Árnessýslu er óskað eftir afstöðu þeirra til sameiningar sveitarfélaga í sýslunni og hvort áhugi sé til þess að hefja viðræður og skoðun á þeim möguleika. Sveitarstjórn telur ekki tímabært að hefja viðræður um sameiningar sveitarfélaga í Árnessýslu að svo stöddu, en þakkar erindið engu að síður.

8. Stígamót beiðni um fjárstuðing 2020.

Lögð fram beiðni frá Stígamótum um fjárstuðning. Erindi undirritað af Guðrúnu Jónsdóttur. Með erindinu fylgdi fjárhagsáætlun fyrir Stígamót árið 2020. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja Stígamót um 60.000 kr.

9. Skeiðalaug viðgerðartillögur og kostnaðaráætlun.

Lögð fram skýrsla frá Verkís er felur í sér kostnaðaráætlun og viðgerðartillögur um Skeiðalaug. Lagðar eru fram þrjár viðgerðartillögur sem fela í sér talsverðan mun á kostnaði við verkefnið. Samþykkt að bera saman kosti þess að endurbæta, eða fjarlægja Skeiðalaug og byggja nýja og breyta eða stækka Neslaug í Árneshverfi.

10. Þjónustufulltrúi seyrumál.

Lögð fram starfslýsing fyrir þjónustufulltrúa seyruverkefnis. Auk kostnaðarútfærslu á stöðunni. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að ráðið verði í stöðuna að undangenginni auglýsingu.

11. Kauptilboð í land Hraunteigs.

Lagt fram kauptilboð Birgis Birgissonar og Kristjönu H. Gestsdóttur í land smábýlisins Hraunteigs. Um er að ræða 8,9 hektara landsspildu. Landnr. 177816. 2.000.000 kr. Tilboð samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra falið að ganga frá kaupsamningi og undirrita skjöl.

12. Samþykkt Jafnréttisstefna 2019-2022. Drög að jafnréttisstefnu Skeiða- og Gnúpverjahrepps lögð fram ásamt staðfestingu velferðar- og jafnréttisnefndar á að nefndin geri ekki athugasemd við drögin. Sveitarstjórn samþykkir drög að jafnréttisstefnunni samhljóða. Samþykkt að taka jafnréttisstefnuna á yfirstandandi kjörtímabili til endurskoðunar.

13. Umsóknir um 4  nýjar   lóðir í Hólaskógi. Lögð fram gögn um stofnun fjögurra nýra lóða í Hólaskógi. Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóðanna samhljóða.

 

 

 

14. Fundargerð Skipulagsnefndar nr. 185 Mál nr 39,40,41,42 og 43 þarfnast afgreiðslu.

Mál 39. Laxárdalur 2 (L166575); umsókn um byggingarleyfi; svínahús - viðbygging mhl 31 – 1910018

Í framhaldi af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 16. október 2019 er lögð fram umsókn Harðar Harðarsonar og Maríu Guðnýju Guðnadóttur dags. 08. október 2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja við mhl 24, svínahús mhl 31, 558,4 m2 á jörðinni Laxárdalur 2 (L166575) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.

 

Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir svínahúsi með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að byggingafulltrúi gefi út byggingaleyfi fyrir umræddu svínahúsi með fyrirvara um grenndarkynningu skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.

Mál 40. Klettar (L166589); umsókn um byggingarleyfi; véla-verkfærageymsla mhl 05 - breyting á notkun – 1910041

Fyrir skipulagsnefnd var lögð fram umsókn Ásgeirs S. Eiríkssonar dags. 15. október 2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að breyta notkun á hluta af véla/verkfærageymslu mhl 05, 1.610 m2, í tvær 48 m2 starfsmannaíbúðir og 26 m2 þvottahús á jörðinni Klettar (L166589) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps geri ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir breytingu á hlutverki véla/verkfærageymslu í 2 starfsmannaíbúðir ásamt þvottahúsi, með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða/lands.

Sveitarstjórn samþykkir að gefið verði út byggingarleyfi fyrir ofangreindri framkvæmd með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44 gr skipulagslag nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lands.

 

Mál 41. Skeiðháholt 2 L166520; Skipting landsspildu; Lögheimili og bygging Frístundahúss; Fyrirspurn – 1910062

 

Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepp synji hugmyndum um uppskiptingu lóðarinnar enda samræmist hugmyndin ekki gildandi aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps né endurskoðuðu aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029, sem er á lokametrum í s Lögð var fyrir skipulagsnefnd fyrirspurn Auðar Hörpu Ólafsdóttur, dags. 9. október 2019, um hvort heimilað verði að deila landsspildunni Grasbýlinu Tögl, 3,7 ha., í 2 ójafna hluta og á öðrum hluta spildunnar, 1,6 ha., fáist heimild til byggingar íbúðarhúss til fastrar búsetu. Á hinum hluta lóðarinnar, 2,1 ha., sem áfram verði frístundalóð fáist heimild til að byggja sumarbústað skipulagsferli. Þar er svæðið skilgreint sem frístundabyggð.

 

Sveitarstjórn synjar hugmyndum um uppskiptingu ofangreindrar lóðar. Þar sem lóðin er á svæði sem skilgreint er sem frístundabyggð.

 

 

Mál. 42. Sultartangavirkjun L191624; Deiliskipulag – 1907031

Lögð er fram umsókn Axels Vals Birgissonar, dag. 3. júlí 2019, fyrir hönd Landsvirkjunar, vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir Sultartangavirkjun.

Þá er og lögð fram skipulagslýsing dags. 25. september 2019, í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010, sem gerir grein fyrir deiliskipulagi Sultartangavirkjunar L191624 og svæði tengd henni. Deiliskipulagið mun ná til þriggja sveitarfélaga, Ásahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra.

Deiliskipulagið tekur til Sultartangastöðvar og mannvirkja hennar. Stöðin var tekin í notkun árið 1999 og nýtir vatn Tungnaár og Þjórsár sem sameinast í Sultartangalóni, sem er miðlunarlón stöðvarinnar.

Sultartangalón var myndað með 6,1 km langri stíflu skammt ofan ármóta Þjórsár og Tungnaár. Mesta hæð stíflunnar er 22 m. Úr Sultartangalóni er vatni veitt um 3,4 km löng aðrennslisgöng í gegnum Sandafell, að jöfnunarþró suðvestan í fellinu. Við enda þróarinnar er inntak og þaðan liggja tvær stálpípur að hverflum í stöðvarhúsinu. Frá Sultartangastöð liggur um sjö km langur frárennslisskurður sem veitir vatninu aftur í farveg Þjórsár, skammt fyrir ofan Ísakot. Yfirfall Sultartangalóns er austast í stíflunni og fer í farveg Tungnaár. Núverandi virkjunarleyfi er fyrir virkjun með uppsettu afli 125 MW. Landsvirkjun vinnur að umsókn um breytingu á virkjunarleyfi til Orkustofnunar þannig að virkjunarleyfið verði fyrir uppsett afl allt að 133 MW. Umsóknin byggir á úrskurði Skipulagsstofnunar frá apríl 2019 um að aflaukning Sultartangastöðvar um allt að 8 MW væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Tengivirki Landsnets er vestan stöðvarhússins. Þangað liggja nokkrar háspennulínur frá Hrauneyjafoss og Sigöldustöðvum. Frá tengivirkinu liggja háspennulínur í Búrfellsstöð og tengivirki við Brennimel.

Aðkoma að Sultartangastöð er af Þjórsárdalsvegi nr. 32 og um núverandi aðkomuveg af honum.

Skipulagsnefnd UTU mælist til að hreppsnefnd Ásahrepps og sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 25. september 2019. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga. Tillagan verður einnig send sveitarstjórn Rangárþings ytra til kynningar.

Skipulagsnefnd U Lögð var fyrir skipulagsnefnd, umsókn Axels Vals Birgissonar, dag. 3. júlí 2019, fyrir hönd Landsvirkjunar, vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir Sultartangavirkjun.

Þá var og lögð fram skipulagslýsing dags. 25. september 2019, í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010, sem gerir grein fyrir deiliskipulagi Sultartangavirkjunar L191624 og svæði tengd henni. Deiliskipulagið mun ná til þriggja sveitarfélaga, Ásahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra.

Deiliskipulagið tekur til Sultartangastöðvar og mannvirkja hennar. Stöðin var tekin í notkun árið 1999 og nýtir vatn Tungnaár og Þjórsár sem sameinast í Sultartangalóni, sem er miðlunarlón stöðvarinnar.

Sultartangalón var myndað með 6,1 km langri stíflu skammt ofan ármóta Þjórsár og Tungnaár. Mesta hæð stíflunnar er 22 m. Úr Sultartangalóni er vatni veitt um 3,4 km löng aðrennslisgöng í gegnum Sandafell, að jöfnunarþró suðvestan í fellinu. Við enda þróarinnar er inntak og þaðan liggja tvær stálpípur að hverflum í stöðvarhúsinu. Frá Sultartangastöð liggur um sjö km langur frárennslisskurður sem veitir vatninu aftur í farveg Þjórsár, skammt fyrir ofan Ísakot. Yfirfall Sultartangalóns er austast í stíflunni og fer í farveg Tungnaár. Núverandi virkjunarleyfi er fyrir virkjun með uppsettu afli 125 MW. Landsvirkjun vinnur að umsókn um breytingu á virkjunarleyfi til Orkustofnunar þannig að virkjunarleyfið verði fyrir uppsett afl allt að 133 MW. Umsóknin byggir á úrskurði Skipulagsstofnunar frá apríl 2019 um að aflaukning Sultartangastöðvar um allt að 8 MW væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Tengivirki Landsnets er vestan stöðvarhússins. Þangað liggja nokkrar háspennulínur frá Hrauneyjafoss og Sigöldustöðvum. Frá tengivirkinu liggja háspennulínur í Búrfellsstöð og tengivirki við Brennimel.

Aðkoma að Sultartangastöð er af Þjórsárdalsvegi nr. 32 og um núverandi aðkomuveg af honum.TU mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps geri ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir fjósbyggingu umsækjanda. 

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi lýsingu og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar. Skv 3 mgr. 40.gr skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv sömu grein skipulagslaga..

Mál 43. Hagi (L166550); Umsókn um byggingarleyfi; Fjós – 1905059

Fyrir liggur umsókn Hagagnúps ehf. dags. 20. maí 2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja fjós 954,2 m2 á jörðinni Haga (166550) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Málinu var vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti 19. júní 2019, fyrirhuguð áform um byggingu fjóss 954,2 m2 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Tillagan var grenndarkynnt með útsendum gögnum 4. júlí og var athugasemdafestur gefinn til 4. ágúst 2019. Athugasemdir bárust. Helstu athugasemdir snúa að skerðingu útsýnis vegna staðsetningar bygginga, mikilli umferð og lyktarmengun, skortur á ítarlegri gögnum á afstöðumynd, hugsanlega auknum vindstrengjum, snjósöfnun og álits Skipulagsstofnunar með tilliti til mats á umhverfisáhrifum. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps tók málið fyrir að nýju 21. ágúst og frestaði afgreiðslu máls og óskaði eftir viðbrögðum umsækjanda. Viðbrögð umsækjanda liggja nú fyrir og óskar hann eftir að málið verði tekið til afgreiðslu.

Samkvæmt gildandi aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps er landið skilgreint sem landbúnaðarland, og sé því ekki óeðlilegt að ábúendur vilji byggja upp starfsemi sína. Skipulagsnefnd telur umsækjanda hafa með ítarlegum hætti rökstutt mál sitt, þannig að veita beri byggingarleyfi fyrir umræddu fjósi. Byggingin muni verða færð til suðurs um 9 m og þar með komið til móts við athugasemdir sem bárust frá eigendum Melhaga.

Sveitarstjórn vísar til bókunar vegna málsins í dagskrárlið nr. 3. Í þessari fundargerð. ,,Hagagnúpur fjósbygging“

 

 

15. Fundargerð stórnar UTU 68. fundur 14.10.2019. Fundargerð lögð fram. Kostnaðarskipting embættisins er tilgreind í fundargerðinni. Sveitarstjórn samþykkir kostnaðarskiptinguna fyrir sitt leyti.

 

Mál til kynningar:

16. Breyting á jarðalögum forkaupsréttur þingskj. 0029

17. Breyting á sveitarstjórnarlögum þinskj. 0049

18. DÍT Bréf til sjórnenda  Til kynningar

19. Vímvarnardagurinn 2019

20. Breytingar varðandi skráningu lögheimilis á áfangaheimilum.

21. Framög Jöfnunarsj. v tónlistarsk. nem. utan síns sveitarfélgas 2019-2020

22. Framlög v sérþarfa fatlaðra nemenda 2020

23. Br. á frumv. Barnaverndarlög þingskj. 123

 

Fundi slitið kl. 12:20.   Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn  20. nóvember kl  08.30. í Árnesi.

_______________________

                                  Björgvin Skafti Bjarnason

 

_____________________________                         ___________________________

Einar Bjarnason                                                                     Ingvar Hjálmarsson              

 ________________________                      _______________________

 Matthías Bjarnason                                                               Anna Sigríður Valdimarsdóttir