Sveitarstjórn 2018-2022

Númer fundar: 

53

Dagssetning fundar: 

Miðvikudagur, 13. janúar 2021

Tími fundar: 

:

Mættir:: 

 

Fundargerð:  

53. Sveitarstjórnarfundur 13.01.2021, kl 16:00.

 

Mætt til fundar:

Anna Sigríður Valdimarsdóttir, Björgvin Skafti Bjarnason, Einar Bjarnason, Ingvar Hjálmarsson, Matthías Bjarnason. Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri sat fundinn og ritaði hann fundargerð. Oddviti stjórnaði fundi.

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.

 

Fundargerð: 

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Trúnaðarmál. Mál fært í trúnaðarmálabók.

2. Leikholt- ráðstafanir vegna myglu. Sveitarstjóri og oddviti greindu frá greiningu á myglu í leikskóla og tilheyrandi aðgerðum. Mygla greindist skömmu fyrir jól í húsnæði leikskólans Leikholts í Brautarholti. Í beinu framhaldi hófst vinna við úrbætur

Myglan greindist á tveimur stöðum sem voru prófaðir. Þessir staðir eru í eldra eldhúsi og matsal og í þakefnum í miðrými. Víðar fundust gró í húsinu. Strax var hafist handa við lagfæringar. Starfsemi leikskólans lá niðri af því tilefni milli jóla og nýárs. Á þeim tíma var unnið við að laga drenlögn og fleira, en vatn utanfrá er talinn aðal orsakavaldur raka í veggjum af því hljótast gjarnan mygluskilyrði.  Strax eftir áramót hófst vinna við að lagfæra þakið á millibyggingu. Átta starfmenn hafa tilkynnt um veikindaeinkenni sem einkennast af óþægindum í öndunarfærum. Ekki er ósennilegt að það megi rekja þau einkenni til myglunnar. Það var metið svo að ekki kæmi annað til greina við þessar aðstæður en flytja starfsemi leikskólans úr húsinu. Þeir staðir sem kom til greina voru félagsheimilið Árnes og að hluta til Þjórsárskóli. Bókasafnið í Brautarholti með félagsheimilinu og skólanum. Auk þess var skoðaður sá möguleiki að taka Hótel Heklu á leigu. Hrunamannahreppur bauðst til  að taka við hluta af grunnskólanemendum eða jafnvel allan grunnskólann. Þá hefði Þjórsárskóli losnað undir leikskólabörn. Enn einn kosturinn var að flytja starfsemina í færanlega gáma ásamt því að vera í bókasafnshúsinu. Þessir kostir voru kynntir á skólanefndafundi 7 janúar sl. Þá síðar um kvöld bauðst sveitarfélaginu sá möguleiki að flytja starfsemi leikskólans að Blesastöðum í húsnæði fyrrum dvalaheimilis. Föstudaginn 8. Janúar fóru oddviti, sveitarstjóri, leikskólastjóri og staðgengill leikskólastjóra til fundar við forráðafólk húsnæðisins að Blesastöðum. Samkomulag náðist þann sama dag um af af húsnæðinu undir leikskólann. Flutningar í leikskólann fóru að mestu fram dagana 10 og 11. janúar og hófst starfsemi þar  í gær, 12. Janúar. Ekki er ljóst hversu langan tíma tekur að lagfæra húsnæði leikskólans, en ekki er ólíklegt að verið sé að tala um þrjá til fjóra mánuði.

Kostnaður við þetta verkefni verður í öllu falli mikill. Ekki er útlit fyrir að tryggingar eða aðrir sjóðir muni hlaupa þar undir bagga.

 

Anna Sigríður lagði fram svohljóðandi bókun.

Án þess að gera lítið úr brýnni þörf á úrlausn í málefnum leikskólans í kjölfar myglu í húsnæði hans, þá tel ég að að ýmislegt hefði mátt betur fara í ferlinu sem leiddi til þeirrar niðurstöðu sem úr varð. Gróska talaði í aðdraganda kosninga fyrir auknu samráði og gagnsæi í stjórnsýslu og virðist það ferli sem átti sér stað við lausn téðra mála, síst til þess fallið að byggja það traust. Það má vera að ákveðinn hópur hafi verið ágætlega inni í málum, en þegar nefndarfólk skólanefndar sem og sveitarstjórnarfólk er ekki upplýst um afdrifaríkar vendingar og niðurstöður í viðkomandi máli fyrr en eftir að ákvarðanir hafa verið teknar og það í gegnum íbúasíðu á samfélagsmiðli, má ljóst vera að sitthvað hefði betur mátt fara. 

Ég óska þess að lausnin á þessum málum verði farsæl, en hefði talið eðlilegra að bera mismunandi kosti saman og leggja fyrir sveitarstjórn og get þ.a.l. ekki samþykkt niðurstöðuna. Ingvar Hjálmarsson tók undir bókun Önnu Sigríðar.

3. Þjónusta í leikholti. Lagt fram bréf frá foreldrafélagi leikskólans. Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til frekari viðbragða að svo stöddu.   

4. Fjárhagsmál - fjárhagsáætlun 2021  - viðauki. Lögð fram drög að viðauka við fjárhagsáætlun 2021. Um er að ræða kostnað sem til kemur vegna framkvæmda við að útrýma myglu úr leikskóla. Auk trúnaðarmáls, liður 1 á dagskrá. Afgreiðslu viðauka frestað.

5. Samningur um rekstur Árness. Máli frestað.

6. Hrafnshóll - Nýjatún umsókn. Lögð fram umsókn Hrafnhóls- Nýjatúns ehf um lóðina Skólatún 5  undir fimm íbúða raðhús. Sveitarstjórn samþykkir umsóknina samhljóða og  sveitarstjóra falið að semja lóðarleigusamning og leggja fyrir sveitarstjórn.

7. Umsókn um lóðina Bugðugerði 6. Lögð fram umsókn BR Sverrisson ehf, undirrituð af Bjarna Sverrissyni, um lóðina Bugðugerði 6 í Árneshverfi. Lóðin er skilgreind fyrir þriggja íbúða raðhús. Umsókn samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að semja lóðarleigusamning og leggja fyrir sveitarstjórn.

8. Tilboð í Vallarbraut 9B. Lagt fram kauptilboð í eignina Vallarbraut 9B í Brautarholtshverfi. Um er að ræða  nýbyggða parhúss íbúð.  Kauptilboð 35 mkr. samþykkt og sveitarstjóra falið að undirrita tilheyrandi skjöl fyrir hönd sveitarfélagsins.

9. Stofnun lóðar Skútás. Lagt fram erindi frá Kristínu Ásu Guðmundsdóttur, hún hyggst stofna lóðina Skútás úr landi jarðarinnar Ása. Lagt fram og kynnt. Máli vísað til skipulagsnefndar.

10. Samningur Skeiðalaug EB. Lögð fram drög að samningi við Eyþór Brynjólfsson um rekstur Skeiðalaugar fyrir árið 2021. Samningur samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

11. Svæðisskipulag Suðurhálendis. Lagt fram minnisblað frá starfshópi SASS um svæðisskipulagsmál.

Starfshópurinn og verkefnisstjórn leggur til að áfram verði unnið að gerð svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið og að skipting kostnaðar sveitarfélaganna verði samkvæmt áðurgreindum gögnum og starfsreglum sem voru til kynningar á fundi starfshópsins 18. nóvember sl. Hvert sveitarfélag þarf til samræmis við skipulagslög að skipa tvo aðalmenn og tvo til vara í starfshópinn sem vinnur að gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið. Staðfesta þarf skipan tveggja aðalmanna og tveggja til vara í starfshópinn um gerð svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið. Samþykkja á að ráðgjafar EFLU leiði vinni við gerð svæðisskipulagsins.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að áfram verði unnið að gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið. Fulltrúar sveitarfélagsins í ráðinu verði áfram Björgvin Skafti Bjarnason og Ingvar Hjálmarsson, til vara Einar Bjarnason og Anna Sigríður Valdimarsdóttir.

 

12. Erindi og fundargerðir frá Bergrisanum. Lagður fram viðaukasamningur um þjónustu við einstakling með sértækar þjónustuþarfir og lán til uppbyggingar á sértæku húsnæði á Sólheimum.  Framlögð gögn vegna málsins: Samningur um sértæka þjónustu við Sólheima SES. Kostnaðaráætlun vegna þjónustu við tvo einstaklinga. Helmingur þess kostnaðar lendir á Bergrisanum. Auk þess lagðar fram fundargerðir stjórnar Bergrisans nr 24 og 25.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti, ofangreinda samninga og kostnaðaráætlanir og staðfestir framlagðar fundargerðir að öðru leyti.

13. Sameiginleg vatnsveita uppsveita. Lagt fram minnisblað frá Eyþóri Sigurðssyni um sameiginlega vatnsveitu í uppsveitum Árnessýslu. Sveitarstjórn þakkar framlagðar upplýsingar um fyrirhugaðar vatnsveituframkvæmdir. Sveitarstjórn óskar eftir ítarlegri upplýsingum frumkostnað við verkefnið og frestar ákvörðun um þátttöku í verkefninu þar til nánari upplýsingar um frumkostnað liggja fyrir.

14. Sorp – Útboð. Lögð fram útboðsgögn og verklýsing um sorpþjónustu. Í undirbúningi er útboð á sorpþjónustu í uppsveitum Árnessýslu. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útboðsgögnin. Auk þess lögð fram fundargerð opnunarfundar útboðsins.

15. Ársfundur UTU – fundargögn. Gögn lögð fram og kynnt, ársreikningur og ársskýrsla 2019. Ársfundur haldinn 11. Desember 2020.

16. Lóðablað Vorhús við Andrésfjós e. Breytingu. Lagt fram  og kynnt.

17. Umsögn SÍS um drög að viðbótum við landsskipulagsstefnu. Umsögn lögð fram og kynnt.

18. Stafræn þróun – erindi. Sveitarstjórn hafnar þátttöku í verkefninu að svo stöddu.

19. Þingsályktanir og lagafrumvörp til umsagnar. Lagðar fram og kynntar.

20. Tillögur velferðarvaktar v.C19.

21. Skipulagsnefndarfundur 207 frá 09.12.2020. Mál nr. 24 og 25, þarfnast afgreiðslu.

24.          Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Sultartangavirkjun L191624; Deiliskipulag - 1907031

    Lagt er fram deiliskipulag fyrir Sultartangastöð unnið fyrir Landsvirkjun. Markmið deiliskipulagsins er að staðfesta núverandi landnotkun, auk þess sem unnin hefur verið mannvirkjaskráning fyrir stöðina og settir fram skilmálar í tengslum við hana. Þá hafa fornminjar verið skráðar.

    Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029.

 

Sveitarstjórn samþykkir ofangreint deiliskipulag og samþykkir jafnframt að deiliskipulagið verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029               

25.         

Sæluvellir (áður Réttarholt land) L189447; Sælugrund, Leiti; Verslunar- og þjónustulóðir_landbúnaðarland; Deiliskipulag - 1711033

    Lagt er fram deiliskipulag fyrir Sæluvelli, Sælugrund og Leiti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Athugasemdir bárust frá Minjastofnun eftir auglýsingu deiliskipulagsins. Brugðist hefur verið við athugasemdum Minjastofnunar innan tillögu deiliskipulagsins.

    Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi framlagt ofangreint deiliskipulag er varðar Sæluvelli L 189447 og samþykkir deiliskipulagið.

22. Umsögn Vegagerðar um vegt. Vorhús. Umsögn Vegagerðar vegna vegtengingar við Vorhús úr landi Andrésfjósa. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við vegtenginguna.

23. 14. fundargerð Ungmennaráðs Skeiða og Gnúpverjahrepps. Fundargerð lögð fram og staðfest.

24. 13. stjórnarfundur BÁ 26.11.2020

25. Afgreiðslufundur 02.12.2020

26. Stjórnarfundur Byggðarsafns Árnesinga

 

Fundi slitið kl. 18:55.   Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn 20 janúar. kl  16.00. í Árnesi.

 

_______________________

                                  Björgvin Skafti Bjarnason

 

_____________________________                         ___________________________

Einar Bjarnason                                                                     Ingvar Hjálmarsson              

 ________________________                      _______________________

 Matthías Bjarnason                                                               Anna Sigríður Valdimarsdóttir