Sveitarstjórn

Númer fundar: 

20

Dagssetning fundar: 

Þriðjudagur, 14. ágúst 2007

Tími fundar: 

13:00

Mættir:: 

20. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps  þriðjudaginn 14. ágúst 2007 kl. 13.00 í Árnesi. 

Mættir voru Gunnar Örn Marteinsson oddviti, Jón Vilmundarson, Ingvar Hjálmarsson, Tryggvi Steinarsson, 
Björgvin Skafti Bjarnason, Sigurður Jónsson og Þuríður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

 

Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins, en svo reyndist ekki vera.

 

             Dagskrá:

 

 1. Bókasafnsmál.- Ákvörðun um húsnæði. Hreppsnefnd samþykkir að flytja bókasafnið í gamla húsnæði  Leikholts.Hreppsnefnd samþykkir að fá kostnaðaráætlun vegna hugmynda um  breytingu á húsnæðinu vegna félagsaðstöðu m.a. fyrir eldri borgara. Formaður bókasafnsnefndar Sigrún H Arndal óskar eftir því að verða leyst frá störfum úr bókasafnsnefndinni, og var það samþykkt, og var samþykkt að Halla Guðmundsdóttir taki við sem formaður í nefndinni og Bjarni Ó Valdimarsson í Fjalli komi inní nefndina fyrir Sigrúnu H Arndal. Sveitarstjórn þakkar Sigrúnu fyrir vel unnin störf.
 2. Skólamötuneyti.- Fyrirkomulag og staðsetning. Málin voru rædd og sveitarstjóri tjáði að það yrði fundur á miðvikudag 15. ágúst   með skólastjóra og Bergleif. Sveitarstjóra og formanni skólanefndar falið að vinna áfram að málinu.
 3. Málefni aldraðra. -  Félagsstarf, heimaþjónusta, húsnæðismál o.fl. Farið yfir stöðu mála. Ákveðið að sveitarstjóri og oddviti haldi fund með stjórn  eldri borgara. Einnig að halda fund með Búmönnum um byggingu íbúða fyrir eldri borgara.
 4. Staðfesting á samþykktum um hundahald frá Umhverfisráðuneytinu. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra framkvæmd málsins, ákvörðun um gjaldskrá frestað til næsta fundar.
 5. Fyrirspurn frá Truenorth kvikmyndarfyrirtæki varðandi  töku á kvikmynd næsta sumar. Sveitarstjóra falið að afla nánari upplýsinga um málið.
 6. Bréf vegna deilumála sumarbústaðalóða.  Málið kynnt í sveitarstjórn.
 7. Bréf frá Páli Árnasyni þar sem hann óskar eftir að verða leystur frá störfum í Umhverfisnefnd.  Sveitarstjórn samþykkir að verða við ósk Páls og þakkar honum vel unnin störf.  Harpa Dís Harðardóttir tekur sæti hans í nefndinni.  Varamaður hennar er Svala Bjarnadóttir í Fjalli.
 8. Bréf frá MSÍ (félaga áhugafólks um akstur torfærumótorhjóla). Sveitarstjórn telur utanvegaakstur torfæruhjóla til mikilla vandræða  í sveitarfélaginu, og óskar eftir fundi með fulltrúum frá  Mótorhjóla og snjósleðaíþróttasambandi Íslands (MSÍ)
 9. Fundargerð Aukaaðalfundar Sorpstöðvar Suðurlands frá 27.06.07.   Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 10. Fundargerð Byggingarnefndar frá 17.07.07. Fundargerðin staðfest
 11. Fundargerð Skipulagsnefndar frá 12.07.07. Fundargerðin staðfest.
 12. Bréf frá  eigendum Kílhrauns vegna umsóknar um lögbýli. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti stofnun lögbýlis úr landi Kílhrauns. Sveitarstjórn bendir á að  nafnið Hraunhóll  á væntanlegu lögbýli,  líkist nafninu   Hraunhólar  sem fyrir er í  sveitarfélaginu. 

           

              Fundi slitið kl: 15.03