Sveitarstjórn

Númer fundar: 

22

Dagssetning fundar: 

Þriðjudagur, 2. október 2007

Tími fundar: 

10:30

Mættir:: 

22.fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 2.okt. kl.10:30 í Árnesi.

 

Mættir voru Gunnar Örn Marteinsson,oddviti, Jón Vilmundarson,Ari Einasson,Tryggvi Steinarsson,Björgvin Skafti Bjarnason 
og Sigurður Jónssn,sveitarstjóri.

 

Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins,en svo reyndist ekki vera.

 

1.     Bréf SASS varðandi greiðslur fyrir akstur skólabíla. Sveitarstjórn samþ.að greiða 10% álag á útgefin taxta.

2.     Bréf frá Sverri Guðmundssyni hdl.varðandi frístundabyggðalóðir nr.5 og 6 að Flötum.Sveitarstjórn samþ. að leita til lögmanns ef á þarf að halda.

3.     Bréf frá Dóms-og kirkjumálaráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar varðandi reglugerð um lögreglusamþykkt. (Frestur veittur

        til 4.okt.að veita umsögn). Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við reglugerðina.

4.     Bréf frá Sambandi íslenskra sveiarfélaga varðandi viðmiðunarreglur um kirkjustæði o.fl.  Lagt fram.

5.     Bréf fá SASS varðandi kynningarblað um Suðurland. Sveitarstjórn tekur jákvætt erindið og felur sveitarstjóra að sjá um framkvæmdina.

6.     a) Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs(skýrslan er á skrifstofu sveitarstjóra). Lagt fram.

        b) Bréf fá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi hagsmunagæslu í úrgangsmálum ásamt fundargerð og verkefnislýsingu. 
            Sveitarstjórn samþ. að vera ekki með í verkefninu.

7.    Bréf frá iðnaðar-og  umhverfisnefnd Alþingis þar sem þakkað er 

          fyrir fund í Árnesi. Lagt fram.

8.     Bókasafnsmál og félagsstarf.

a.      Skoðun með Páli Árnasyni á húsnæði.

b.     Fundur með stjórn eldri borgara.

c.     Fundur með bókasafnsnefnd (Sjá fundargerð bókasafnsnefndar).

Sveitarstjórn samþ. að ganga til samninga við Þorbjörgu H.Halldórsdóttur,bókasafnsfræðing, um auglýst starf bókasafn/félagsstarf.

Sveitarstjórn samþ. að ráðast í breytingar á húsnæðinu í samræmi við það sem kemur fram í bókun bókasafnsnefndar.
Gert er ráð fyrir að kostnaður við breytingar og lagfæringar á húsnæði geti numið allt að kr. 2 milljónir og er kostnaði vísað til 
endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2007.

Sveitarstjórn samþ. fundargerðina með fyrirvara um undirritun fundargerðarinnar.

9.     Fundargerðir Oddvitanefndar frá 20.og 29.08.07 ásamt afgreiðslu Bláskógabyggðar á fundargerð frá 20.ágúst s.l.  Fundargerðirnar samþykktar.

10. Fundargerðir Félagsmálanefndar frá 4.og 10.09.07.Fundargerðirnar samþykktar.

11. Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá 7.09.07.Lagt fram.

12. Fundargerð stjórnar SASS frá 6.06.07.Lagt fram.

13. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 2.09.07.Lagt fram.

14.  Fundargerð Afréttamálanefndar frá 23.08.07.Fundargerðin samþykkt.

15. Skipulagsmál.

      a.Tillaga að breytingu á aðalskipulagi 2004-2016 í landi Ásólfsstaða II  Sveitarstjórn samþ. að fela skipulagsstjóra að auglýsa breytinguna.

      b. Tillaga að deiliskipulagi Árnes/Réttarholt. Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

      c. Tillaga að deiliskipulagi nýbýlisins Glóruhlíðar á spildu úr landi Vestra-Geldingaholts. Sveitarstjórn samþ. tillöguna.

      d. Bréf frá Fornleifavernd ríkisins varðandi Ánes-Réttarholt.Lagt fram.

      e. Fundargerð Skipulagsnefndar frá 20.09.07.Fundargeðin samþykkt.

       f. Reglur um efnistöku-framkvæmdaleyfi. Lagt fram.

     16. Umsóknir um styrk til markaðssetningar lagðar fram á fundinum.

            a.Vélaverkstæði Einars Guðnasonar.

            b. Kertasmiðjan ehf.

            c. Finnbogi Jóhannsson vegna tveggja sumarbústaða.

            d. Hótelfélagið Skyggnir ehf.

            e. Hótel Hekla

            Sveitarstjórn samþykkir umsóknir ofanritaðra aðila samkvæmt reglum sem settar hafa verið um styrk til markaðssetningar. 

      17. Mál til kynningar.

             a. Söfnun á dagblaðapappír og umbúðaúrgangi frá heimilum og stofnunum sveitarfélaga.Samþ. að vísa til umsagnar Umhverfisnefndar.

             b. Gerð grein  fyrir samráðsfundi oddvita og sveitarstjóra með fulltrúum Landsvirkjunar um virkjanamál.Lagt fram.

             c. Gerð fyrir fundi með fulltrúum Búmanna.Samþ. að ræða málið frekar á næsta fundi.

             d. Fjarskiptamál.Rætt um stöðu mála.

             e. Gerð grein fyrir fundi um almannavarnir.Sveitarstjórn telur æskilegt að stofnuð verði ein almannavarnarnefnd í Árnessýslu.

      18. Afskriftabeiðni frá Sýslumanninum varðandi útsvar.

            (Upplýsingar lagðar fram á fundinum).Samþ. samkvæmt lista að upphæð kr. 275.603 með dráttarvöxtum.

      19. Trúnaðarmál.Málið tekið af dagskrá.

      20. Kynnt erindi Finnboga Jóhannssonar,Minni-Mástungu,þar sem hann óskar eftir upplýsingum um álagningu fasteignagjalda,

            samninga o.fl. Fyrir lá bréf frá Félagsmálaráðuneytinu varðandi skyldur sveitarfélagsins að veita upplýsingar. Sveitarstjóra falið að

            svara erindi Finnboga í samræmi við það.

      21. Samþykkt að taka á dagskrá erind frá Finni Ingólfssyni,Vesturkoti, og Jóns Kristfinnssonar ábúanda á Minni - Ólafsvöllum 
            þar sem óskað er eftir þátttöku sveitarfélgsins við að undirbyggja og leggja bundið slitlag frá kirkjunni að Vesturkoti.

            Erindinu hafnað.

 

Samþykkt að næsti fundur verði 23.okt.n.k.þar sem endurskoðuð fjárhagsáætlun verður tekin fyrir. Næsti fundur þar á eftir verður 13.nóv.n.k.

 

 

Fleira ekki gert.      Fundi slitið kl.15:30