Sveitarstjórn

Númer fundar: 

23

Dagssetning fundar: 

Þriðjudagur, 23. október 2007

Tími fundar: 

10:30

Fundargerð: 

23. fundur var  haldinn í hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 23.okt.  2007  kl. 10:30 í Brautarholti
 og frá 13.00 í Árnesi.

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson oddviti, Ingvar Hjálmarsson, Jón Vilmundarson, Tryggvi Steinarsson, Björgvin Skafti Bjarnason, 
sem ritaði fundargerð og Sigurður Jónsson sveitarstjóri.

 

Oddviti setti fund og athugaði hvort einhverjar athugasemdir væru við boðun fundarins, en svo reyndist ekki vera.

 

1.      Skoðun á nokkrum fasteignum sveitarfélagsins.

Byrjað að skoða leikskóla og sundlaug í Brautarholti og farið yfir viðhaldsmál. 
Í Árnesi var skoðaður skóli og Nónsteinn gistiheimili.

Ákveðið að taka saman kostnað vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2007.

 

2.      Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2007 lögð fram.

 

 

3.      Aðalfundur SASS 1.og 2.nóv.2007. Kosning fulltrúa :

 

a.      Atvinnuþróunarfélag Suðurland

b.      Heilbrigðiseftirlit Suðurlands

c.       Skólaskrifstofa Suðurlands

d.      Sorpstöð Suðurlands

 

Fulltrúar á þing SASS , Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Skólaskrifstofu Suðurlands.

Gunnar Örn Marteinsson,  Ingvar Hjálmarsson og Björgvin Skafti Bjarnason, fulltrúi á aðalfund Sorpstöðvar Suðurlands, 
Gunnar Örn Marteinsson.

 

 

4.      Fundargerð Oddvitanefndar frá 26.09.07.

Bókun: Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir inngöngu Flóahrepps í samstarf uppsveita Árnessýslu um 
félagsmálafulltrúaembætti.

Fundargerð staðfest.

 

5.      Frestað mál (liður 29) úr fundargerð Skipulagsnefndar frá 23.08.07,sem frestað var á fundi sveitarstjórnar 4.09.07.

-         Skeiðháholt á Skeiðum-

Jón Vilmundarson vék af fundi.

Liður 29 úr fundargerð Skipulagsnefndar frá 23.08.07  samþykktur með skilyrðum að ef um frekari uppbyggingu eða 
fjölgun sumarhúsa á svæðinu verði að ræða þurfi að breyta vegtengingu.

 

 

6.      Leikskólinn Leikholt Brautarholti.

-Tillaga að skipulagi lóðar- unnið af Landformi, verkn.207-016 frá 16.okt.2007. Samþykkt.

 

 

7.      Mál til kynningar.

Sveitarstjórn sótti um styrk vegna tveggja verkefna til styrktarsjóðs EBÍ.

EBÍ samþykkti 500.þ. kr.  styrk til réttabyggingar í Skaftholti.

 

 

8.      Bréf frá Atla Gíslasyni, Björg Evu Erlendsdóttur, Finnboga Jóhannssyni og  

      Kjartani Ágústssyni  lagt fram.

 

         Fleira ekki rætt. Fundi slitið kl: 15.20