Sveitarstjórn

Númer fundar: 

62

Dagssetning fundar: 

Þriðjudagur, 16. febrúar 2010

Tími fundar: 

13:00

Fundargerð: 

62. fundur var haldinn í hreppsnefnd Skeiða-og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 16. febrúar 2010 kl.13.00 í  Árnesi.

Mættir voru: Gunnar Örn Marteinsson, oddviti, Tryggvi Steinarsson, Jón Vilmundarson, Ingvar Hjálmarsson og Björgvin Skafti Bjarnason sem jafnframt ritaði fundargerð. Gunnar setti fund og athugaði hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.

1.    Tillaga að þriggja ára fjárhagsáætlun Skeiða-og Gnúpverjahrepps. Áætlunin lögð fram óbreytt frá síðasta fundi, fundargögn þá útsend.
Þriggja ára áætlun samþykkt.

2.    Drög að nýrri samþykkt um sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, samþykkt og öðlast gildi að fenginni staðfestingu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

3.    Drög að samþykktum og úthlutunarreglum fyrir atvinnuuppbyggingarsjóð Skeiða-og Gnúpverjahrepps.
Samþykktir og úthlutunarreglur samþykktar. Stofnfé tekið af eigin fé sveitarsjóðs, vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

 

4.    Fundargerð félagsmálanefndar 121. fundur haldinn 03.02.10.
Fundargerð staðfest.

 

5.    Erindi frá vinum Skaftholtsrétta með beiðni um fjárstuðning.
Sveitarstjórn óskar eftir nánari greinargerð frá vinum Skaftholtsrétta um hvernig eigi  að standa að uppgjöri vegna framkvæmda. Afgreiðslu frestað þar til uppgjör liggur fyrir.

 

6.    Fundargerð fræðslunefndar Flúðaskóla 44.fundur haldin 02.02.10.
       Fundargerð lögð fram.
Sveitarstjórn Skeiða – og Gnúpverjahrepps óskar kennurum, nemendum og öðru starfsfólki Flúðaskóla til hamingju með menntaverðlaun Suðurlands.

 

7.    Erindi frá Jóhanni Unnari Guðmundssyni v/leigubílaaksturs.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að Jóhann Unnar Guðmundsson sinni leigubílaakstri í sveitarfélaginu.

 

8.    Erindi frá lánasjóði sveitarfélaga með ósk um samþykki sveitarfélagsins til að upplýsa um stöðu lána sveitarfélagsins hjá sjóðnum.
Sveitarstjórn samþykkir að veita Lánasjóði sveitarfélaga heimild, með vísan í lög  nr.161/2002, til að birta fjármálaupplýsingar frá lánasjóðnum.

 

9.    Erindi frá Sýslumanninum á Selfossi með ósk um að sveitarfélagið láti í té umsögn  vegna reksturs gististaðar í Fossnesi.
Sveitarstjórn samþykkir leyfið fyrir sitt leyti.

 

10.   Erindi frá Bjarna Má Ólafssyni með ósk um fjárstuðning vegna æfingaferðar í frjálsum  íþróttum.
Erindinu hafnað.

 

11.  Drög að samkomulagi  um landbótaáætlun fyrir Gnúpverjaafrétt  2010- 2014. 
Landbótaáætlun samþykkt fyrir Gnúpverjaafrétt.
  

Drög að samkomulagi um landbótaáætlun fyrir Flóa- og Skeiðamannaafrétt 2010- 2014.
Landbótaáætlun samþykkt fyrir Flóa- og Skeiðamannaafrétt.

 

12.  Fundargerð umhverfisnefndar frá 08.02.10.
Fundargerð samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir að kanna kostnað við endurbætur á gámasvæðum.

 

13.  Málefni Þjórsárstofu rædd og farið yfir hugmyndir arkitekta um breytingar á Árnesi í tengslum við verkefnið.
Gunnar lagði fram hugmyndir arkitekta, þær ræddar.

 

14.   Tilnefning í starfshóp vegna tilfærslu málefna fatlaðra.
Samþykkt að tilnefna Gunnar Örn Marteinsson fyrir hönd Skeiða- og Gnúpverjahrepps, í starfshópinn.

 

15.   Aðalskipulagsmál.

Rætt um úrskurð umhverfisráðherra.

Í framhaldi af ákvörðun umhverfisráðherra að synja staðfestingu á skipulagstillögu  sem gerði ráð fyrir Holta-og Hvammsvirkjun viljum við undirritaðir leggja fram   eftirfarandi bókun: 
Það svæði sem um er rætt ásamt svæði sem gerði ráð fyrir Núpsvirkjun í einu þrepi  var frestað við gerð aðalskipulags á síðasta kjörtímabili að kröfu Skipulagsstofnunar,  vegna ósamræmis við skipulag Rangárþings ytra auk þess sem ekki lá fyrir hvorn  virkjunarkostinn Landsvirkjun myndi velja.  Samkvæmt 20.gr. skipulags-og  byggingarlaga er gert ráð fyrir að hægt sé að fresta skipulagi um ákveðið árabil, þó  ekki lengur en fjögur ár í senn. Þau tímamörk eru senn útrunnin og  því ljóst að  sveitarstjórn þarf senn að huga að því hvert skal halda.
Nýting endurnýjunarlegrar orku getur haft verulega þýðingu við endurreisn atvinnulífsins  í þeirri djúpu efnahagskreppu sem við erum í og mikla atvinnuleysi. Þó  er rétt að benda á að hér er um takmarkaða auðlind að ræða og því nauðsynlegt að sú  orka sem er framleidd skili sem flestum störfum. Orkufrekur iðnaður sem skilar fáum  störfum miðað við framleidda raforku eins og áliðnaðurinn er því ekki spennandi. 
Meðan ekki liggur fyrir hvort stefna Landsvirkjunar að virkja fer saman við stefnu  ríkisstjórnarinnar ítreka undirritaðir  fyrri bókun sveitarstjórnar að  ekkert verði  aðhafst í málinu. Sé það hins vegar  sameiginlegur vilji þessara aðila að taka upp þráðinn á ný og óska eftir að gert verði ráð fyrir virkjunum telja undirritaðir eðlilega kröfu að sunnlensk orka verði nýtt í heimabyggð.

   Tryggvi Steinarsson           Björgvin Skafti Bjarnason
   Jón Vilmundarson              Ingvar Hjálmarsson

 

Fleira ekki gert, -  fundi slitið kl: 16.20