Umhverfisnefnd

Númer fundar: 

15

Dagssetning fundar: 

Mánudagur, 3. apríl 2017

Tími fundar: 

20:00

Mættir:: 

Anna María Flyengring,  Páll Árnason, Sigþrúður Jónsdóttir og Kristófer Tómason sveitarstjóri.

 

Fundi slitið kl 21:40

 

 

Fundargerð: 

Dagskrá:

1.       Friðun Gjárinnar. Umhverfisnefnd hefur áhyggjur af mikilli umferð í Gjánni sem getur skaðað gróður og jarðmyndanir. Nefndin er sammála um skoða hvernig undirbúningi á friðlýsingu er háttað.

2.       Hugmynd að fatasöfnun. Uppsöfnun á fötum er stórt umhverfisvandamál, föt hrannast upp og eru sumsstaðar notuð sem landfyllingar. Huga að þessu í haust í tengslum við umhverfisdag og reynum að fá fyrirlesara um málefnið t.d. Stefán Gíslason umhverfisfræðing og fulltrúa frá Rauða krossinum.

3.       Anna fór yfir punkta af fundi sem hún, Kristófer og Kristjana Gestsdóttir áttu með Íslenska Gámafélaginu 27. febrúar sl. Ýmsar kvartanir hafa borist vegna sorphirðunnar og farið var yfir þær á fundinum.

Fram kom að flokkunin á rusli er ekki nógu góð og er það mjög dýrt fyrir sveitarfélagið.

4.       Önnur mál.

a.       Rætt um göngustígagerð í náttúrunni og mikilvægi þess að göngustígar falli vel að náttúru og landslagi og sjáist sem minnst.

b.       Rætt um margskonar umhverfis- og framfaramál í sveitinni.