Umhverfisnefnd

Númer fundar: 

20

Dagssetning fundar: 

Mánudagur, 11. júní 2018

Tími fundar: 

20:05

Mættir:: 

Mætt: Anna María Flygenring, Páll Árnason, Sigþrúður Jónsdóttir, Kristófer A. Tómasson. Sigþrúður skrifaði fundargerð.

Fundargerð: 

20. fundur í umhverfisnefnd 13. júní 2018   Árnesi kl: 20:05

  1. Staðan með ástand og friðlýsingu Gjárinnar. Kristófer fór yfir bréf frá Jóni Smára Jónssyni landverði Umhverfisstofnunar á Suðurlandi um  um stöðuna í Gjánni. Miklar umræður um hvað sé hægt að gera til að vernda Gjána og stjórna umferð um hana.

Umhverfisnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur fjallað um Gjána, ástand hennar og áform um friðlýsingu í rúm tvö ár eins og sést á samantekt hér að neðan:

Úr fundargerð umhverfisnefndar 1. júní 2017:Í vettvangsferð 16. maí sést greinilega að ástand Gjárinnar mjög alvarlegt og nauðsynlegt að grípa í taumana. Umhverfisnefnd leggur til að umferð um sjálfa Gjána verði bönnuð tímabundið á meðan landið er að jafna sig og fundin lausn til að forða frekari skemmdum. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að finna leiðir til þess“.

Úr fundargerð 7. september 2017; Gjáin og skoðunarferð. Þann 21. ágúst fóru Anna og Sigþrúður ásamt Björgvini Skafta og Höllu Sigríði  sveitarstjórarmönnum, Kristófer sveitarstjóra og Guðríði Þorvarðardóttur og Sigurði Þráinssyni frá Umhverfisráðuneytinu. Að lokinni ferð var fundur í Árnesi og þar bættist Ásborg Arnþórsdóttir við. Mikið sér á Gjánni vegna gríðarlegs ágangs ferðamanna. Gróður er dauður á köflum og göngutroðningar komnir út um allt. Hellirinn notaður sem náðhús.

  1. Fjallað um hvað sé til ráða til að vernda og laga Gjána og fyrirhugaða friðlýsingu.
  2. Rætt um hversu stórt friðlandið ætti að vera, aðeins Gjáin eða einnig Fossárdalur. Reglur geta verið mismunandi innan friðlýsts svæðis, t.d. gæti Gjáin notið meiri verndar en svæðið í kring.
  3. Rætt um hvað væri hægt væri að gera strax til að takmarka för um Gjána. Ákveðið að setja upp skilti með upplýsingum um umgengni og bannmerkjum við slóðir sem ekki á að fara. Skiltin eru að verða tilbúin og verða sett upp á næstu dögum.

Umhverfisnefnd leggur til að sveitarstjórn sendi erindi til Umhverfisstofnunar um hvort hægt sé að loka för um Gjána tímabundið. sbr. 25. gr. Náttúruverndarlaga.

Hugmynd kom fram um að afmarka bílastæði á ógrónu landi á austurbakka Gjárinnar, nokkuð frá þeim stað þar sem bílar leggja nú. Loka veginum sem liggur nú í slaufu að gjárbarminum og menn gangi síðasta spölinn. Þá verða settir kaðlar á barminn til að sýna að ekki eigi að ganga þar niður. Þetta var skoðað á loftmynd. Hugsað sem tímabundið ráð þar til  aðrar og varanlegri lausnir finnast.

Úr fundargerð umhverfisnefndar 3. apríl 2017: „Friðun Gjárinnar. Umhverfisnefnd hefur áhyggjur af mikilli umferð í Gjánni sem getur skaðað gróður og jarðmyndanir. Nefndin er sammála um skoða hvernig undirbúningi á friðlýsingu er háttað“.

Úr fundargerð 14. mars 2016:  „Friðlýsing Gjárinnar, sem er í umræðu. Umhverfisnefnd lýsir ánægju með hugmyndina. Einnig hvetur meirihluti umhverfisnefndar til að lokið verði við stækkun friðlands í Þjórsárverum eins og til stóð í júní 2013“.

Úr fundargerð 24. febrúar 2016:  „Umhverfisnefnd styður þá hugmynd  að Gjáin í Þjórsárdal verði friðlýst og hvetur til að undirbúningur verði hafinn“.

Umhverfisnefnd skorar á nýja sveitarstjórn og aðra til þess bæra aðila að klára verkið hið fyrsta. Björgun Gjárinnar þolir enga bið.

Þetta er síðasti fundur þessarar umhverfisnefndar. Haldnir hafa verið 20 formlegir nefndarfundir, ýmsir fundir með öðrum auk margra vettvangsferða. Haldinn var umhverfisdagur með fræðsluerindum 2016 og fatasóunardagur 2017,  en þar var fjallað um þann vanda sem steðjar að vegna fatasóunar í heiminum.

Nefndin hvetur til þess að mótuð verði vönduð umhverfisstefna fyrir sveitarfélagið.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 22:00.