Umhverfisnefnd 2018-2022

Númer fundar: 

04

Dagssetning fundar: 

Mánudagur, 8. apríl 2019

Tími fundar: 

17:50

Mættir:: 

Jónas Yngi Ásgrímsson, Matthías Bjarnason, Sigþrúður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Fundargerð: 

 

4. fundur Umhverfisnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps á Brautarholti

8. apríl 2019 kl. 17:50

1.Friðlýsing í Þjórsárdal.

Umhverfisnefnd leggur til að mörkum friðlandsins verði breytt þannig að  Dímon, Litli-Dímon og birkitorfurnar í Áslákstungum, verði innan friðlandsins. Birkitorfurnar eru orðnar litlar og hafa að mestu orðið uppblæstri að bráð. Í jöðrum þeirra eru há rofabörð en gróskulegt birkikjarr ofan á þeim. Við landnám var Þjórsárdalur skógi vaxinn og er þetta birki væntanlega hið upprunalega birki í dalnum og ekki blandast öðrum kvæmum. Það er því erfðafræðilega mjög dýrmætt.

Verði birkitorfurnar teknar inn styður það vel við markmið friðlýsingarinnar, eins og fram kemur í 2. grein um markmið hennar, en þar segir: „Þá er jafnframt markmið friðlýsingarinnar að stuðla að vernd líffræðilegrar fjölbreytni með verndun vistkerfa og að stuðla að endurheimt raskaðra vistkerfa með áframhaldandi vinnu við uppgræðslu og endurheimt birkiskóga”

Í 10. grein segir að óheimilt sé að gróðursetja aðrar trjátegundir en birki á svæðinu. Umhverfisnefnd telur að einnig ætti að vera leyfilegt að nota aðrar íslenskar trjátegundir, eini, gulvíði, loðvíði og fjallavíði sem allar eru náttúrulegar í Þjórsárdal sem og íslenskan reyni.

Skilgeina þarf hvar má fara gangandi, á hestum, á reiðhjólum og vélknúnum ökutækjum til að fyrirbyggja skemmdir á viðkvæmum gróðri.

Gjáin. Þó friðlýsing sé ekki komin í gegn þarf að loka Gjánni strax og aðeins leyfa fólki að kíkja ofan af brúnum hennar. Þetta er hægt að gera með samvinnu Ust. sveitarstjórnar og umhverfisnefndar.

  1. Nefndin stefnir að því að veita umhverfisverðlaun í sumar.

Fundi slitið kl. 18:50