Umhverfisnefnd 2018-2022

Númer fundar: 

05

Dagssetning fundar: 

Miðvikudagur, 16. október 2019

Tími fundar: 

20:30

Mættir:: 

Jónas Yngvi Ásgrímsson, Sigþrúður Jónsdóttir og Matthías Bjarnason sem einnig ritaði fundargerð.

Fundargerð: 

Brautarholti, 16. okóber, kl 20:30, 2019

 

Fundargerð nr. 5 

Umhverfisnefndarfundur

 Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

 1. Erindi frá sveitarstjórn. Fyrirspurn frá Önnu Sigríði Valdimarsdóttur. "Fulltrúi Gróskulistans í umhverfisnefnd benti á að bókað hefði verið í fundargerð um að gera athugasemd við mörk friðlands í friðlýsingaferli um Þjórsárdal. Mig langar að spyrjast fyrir um til umhverfisnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps af hverju ákveðið var að senda ekki umsögn sem var tilbúin og byggði á téðri bókun, sem og á hvaða grundvelli og við hvaða aðstæður sú ákvörðun var tekin.   Máli vísað til umhverfisnefndar."
 

Bókun frá meirihluta:

"Við fulltrúar meirihluta í umhverfisnefnd teljum okkur ekki þurfa að útskýra afstöðu okkar til einstakra mála. Þó munum við gera undantekningu í þessu tilviki. Á fundi umhverfisnefndar þann 08.apríl 2019 var bókuð tillaga okkar að breyta mörkum fyrirhugaðs friðlands. Í ferli málsins hjá sveitarstjórn var ákveðið að breyta ekki þessum mörkum enda gæti sú breyting leitt af sér talsverða töf á málinu. Þar sem sveitarstjórn var búin að vinna með þessa tillögu og við tókum þessar skýringar góðar og gildar fannst okkur ekki ástæða til að tefja frekar friðlýsingu í Þjórsárdal." 

 

Bókun frá Sigþrúði Jónsdóttir:

Í fundargerð umhverfisnefndar 8. apríl 2019 var bókað um áformaða friðlýsingu í Þjórsárdal. Fundargerð þessi var staðfest á sveitarstjórnarfundi 2. maí án athugasemda. Í júlí sendi ég tölvupóst á aðra nefndarmenn í umhverfisnefnd og minnti á að auglýsing að tillögu um friðland í Þjórsárdal væri fram komin og athugasemdafrestur væri til 16. september. Taldi ég eðlilgt að umhverfisnefnd sendi inn umsögn byggða á téðri bókun. Ekkert svar barst við þessum tölvupósti. Aftur sendi ég póst 15. sept til að spurði hvort nefndarmenn hefðu kynnt sér auglýsinguna og var þess fullviss að nefndarmenn tækju erindinu vel og send yrði umsögn. Eftir nokkur símtöl ákváðu hinir tveir nefndarmanna að ekki yrði aðhafst í málinu og engin umsögn send.

Í þessu máli þurfti álit umhverfisnefndar að komast til þeirra sem fara yfir athugasemdir við auglýsta tillögu að friðlandi og taka síðan ákvörðun. Í þessu ferli er það ekki sveitarstjórn heldur sérstök samráðnefnd leidd að Umhverfisstofnun en með fulltrúa tilnefnda af sveitarstjórn. Þó eðlilegt megi teljast að sveitaryfirvöld sæu til þess að koma bókun þessari á framfæri við þá sem um athugasemdir fjalla, þá voru engar upplýsingar um að svo hafi verið. Jafnvel þó svo hefði verið var það skaðlaust með öllu að umhverfisnefndin sendi inn sína umsögn um málið byggða á bókun á fundi sínum frá 8. apríl 2019.

 

  2. Sorpmál. Almennt um flokkun sorps og gjaldskrár.

Rætt var um sorpmál og vandamál sveitarfélagsins í þeim efnum. Ákveðið að hefja átak í  fræðslu og veita upplýsingar um hvernig má draga úr sorpi, ítarlegri upplýsingar um kostnað við sorpmál í sveitarfélaginu. Markmið nefndarinnar er að veita fræðslu á sem flestum miðlum og á víðtækan hátt.

 

  3. Umhverfisverðlaun. Setja saman reglur um umhverfisverðlaun.

Rætt var um umhverfisverðlaunin og skapaðist mikil umræða um þau. Hugmyndir um vottun, umhverfisdag, breytingar á reglum o.fl. Jónas leggur til að farið verði yfir reglurnar og þeim breytt og lagfærðar. Samþykkt samhljóða.

 

  4. Önnur mál

  1. Sigþrúður óskar eftir því að taka fyrir efni sem tengist ákvæðum í tillögum að aðalskipulagi sveitarfélagsins sem varðar útbreiðslu ágengra tegunda og líffræðilegrar fjölbreytni. Að auki lagði hún til nokkur málefni sem umhverfisnefnd fjallaði um í vetur s.s. verklagsreglur við framkvæmdir í sveitarfélaginu, uppsetning á skiltum um bann við utanvegaakstri á nokkrum stöðum og aðgerðir í loftslagshamförum. 

Fundi slitið kl. 22:00. Næsti fundur umhverfisnefndar ákveðinn fimmtudaginn 14. nóvember klukkan 20:00 í Árnesi.