Ungmennaráð

Númer fundar: 

11

Dagssetning fundar: 

Fimmtudagur, 18. júlí 2019

Tími fundar: 

18:10

Mættir:: 

 Ástráður Unnar Sigurðsson, Freyja Margrét Vilhjálmsdóttir, Iðunn Ósk Jónsdóttir, Guðmundur Heiðar Ágústsson, Matthías Bjarnason.

Ritar fundargerð:  Ástráður Unnar Sigurðsson

Fundargerð: 

Fundargerð ungmennaráðs Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

11. fundur

Haldin: Árnesi

Dagsetning: 08/07/2019

Fundur settur: 18:10

Dagskrá fundar:

1. Afhending Ungmennaráðs

Rætt var um hvernig ákveðið er að láta af stjórnum í ráðinu og hvaða meðlimi ætti að tala við um þátttöku í ráðinu. Ákveðið er að leita að formanni ráðs í samstarfi við sveitarstjórn og önnur ungmenni í sveitarfélaginu.

Ákveðið er að athuga með sum ungmenni og sjá hver afstaða þeirra er.

2. Samantekt af störfum ungmennaráða

Ákveðið var að taka saman störf ungmennaráðs yfir tímabilið sem það hefur starfað og senda til sveitarstjórnar. Ástráður ætlar að fara yfir það og gera sér greinagerð.

3. Ákvörðun um seinkun á ráðstefnu

Vegna tímaleysis og breytinga í ráðinu hefur verið ákveðið að stinga upp á því að fresta fyrirhugaðri ráðstefnu um óákveðinn tíma. Ástráður tekur að sér að upplýsa meðfylgjandi ráð.

Fundi slitið: 19:02